Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 24
22
Landsbókasafns, háskólabókasafns og þjóðskjalasafns. Ég el þá
von, að nú bjarmi fyrir nýjum degi í sögu háskólabókasafns með
auknum skilningi á þeirri grundvallarstaðreynd, að háskóla er
ekki unnt að reka án trausts og víðtæks bókasafns, sem sé svo
vel búið mannafla, að það geti látið í té þá safnþjónustu, sem
nútíminn krefst af vísindalegu bókasafni. Ég vil nota þetta tæki-
færi til að þakka háskólabókavörðum frábært starf við örðug
skilyrði; kjarkur þeirra, dugur og atorka verðskuldar vissulega,
að nú yrðu aldahvörf í aðbúnaði að safninu.
Svo sem fyrr var greint, eru nú 25 ár liðin fi’á því, að stofn-
að var til verkfræðikennslu við Háskólann. Á þeim tíma hefir
verkfræðideild brautskráð 7 kandídata í byggingaverkfræði, og
189 stúdentar hafa lokið fyrrahlutaprófi frá deildinni. Stúdent-
ar hafa að loknu fyi’rahlutaprófi stundað nám við erlenda
háskóla, langflestir við Tækniháskóla Danmerkur og nú síðustu
árin einnig við Tækniháskóla Noregs, en auk þess hafa nokkrir
stúdentar leitað til annarra háskóla. Er mikil ánægja að geta
bent á það hér, hve vel stúdentum deildarinnar hefir farnazt
eftir fyrrahlutapróf, þar sem svo má að orði kveða, að nálega
hver einasti þeirra hafi lokið námi sínu á eðlilegum námstima
og margir þeirra með ágætum árangri. Er sú eftirtekja öll
Háskólanum til sæmdar. Verkfræðideild hefir þegar leyst af
hendi mikilvægt stai’f í þágu raunvísindamenntunar, og nú fer
í hönd betri tíð um rannsóknarskilyrði, þar sem Raunvísinda-
stofnunin nýja er. Verkfræðideild og háskólaráð hafa markað
þá stefnu, að breyta beri deildinni í verkfræði- og raunvísinda-
deild. Af hálfu verkfræðideildar fer nú fram athugun á fram-
tíðarstefnu um verkfræðimenntun hér á landi og hvort rétt sé
að einskorða kennslusviðið við fyrrahluta námsins. Er mikil-
vægt að marka þá stefnu hið fyrsta. Vil ég óska núverandi og
fyrrverandi kennurum verkfræðideildar til hamingju með þetta
afmæli. Jafnframt vil ég vekja athygli á því ómetanlega lið-
sinni, sem Tækniháskóli Danmerkur hefir látið Háskólanum í
té með því að mennta verkfræðistúdenta til síðarahlutaprófs.
1 tilefni þessara tímamóta hefir rektor Tækniháskólans verið
send sérstök kveðja Háskólans í dag.