Árbók Háskóla Íslands

Årgang

Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 24

Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 24
22 Landsbókasafns, háskólabókasafns og þjóðskjalasafns. Ég el þá von, að nú bjarmi fyrir nýjum degi í sögu háskólabókasafns með auknum skilningi á þeirri grundvallarstaðreynd, að háskóla er ekki unnt að reka án trausts og víðtæks bókasafns, sem sé svo vel búið mannafla, að það geti látið í té þá safnþjónustu, sem nútíminn krefst af vísindalegu bókasafni. Ég vil nota þetta tæki- færi til að þakka háskólabókavörðum frábært starf við örðug skilyrði; kjarkur þeirra, dugur og atorka verðskuldar vissulega, að nú yrðu aldahvörf í aðbúnaði að safninu. Svo sem fyrr var greint, eru nú 25 ár liðin fi’á því, að stofn- að var til verkfræðikennslu við Háskólann. Á þeim tíma hefir verkfræðideild brautskráð 7 kandídata í byggingaverkfræði, og 189 stúdentar hafa lokið fyrrahlutaprófi frá deildinni. Stúdent- ar hafa að loknu fyi’rahlutaprófi stundað nám við erlenda háskóla, langflestir við Tækniháskóla Danmerkur og nú síðustu árin einnig við Tækniháskóla Noregs, en auk þess hafa nokkrir stúdentar leitað til annarra háskóla. Er mikil ánægja að geta bent á það hér, hve vel stúdentum deildarinnar hefir farnazt eftir fyrrahlutapróf, þar sem svo má að orði kveða, að nálega hver einasti þeirra hafi lokið námi sínu á eðlilegum námstima og margir þeirra með ágætum árangri. Er sú eftirtekja öll Háskólanum til sæmdar. Verkfræðideild hefir þegar leyst af hendi mikilvægt stai’f í þágu raunvísindamenntunar, og nú fer í hönd betri tíð um rannsóknarskilyrði, þar sem Raunvísinda- stofnunin nýja er. Verkfræðideild og háskólaráð hafa markað þá stefnu, að breyta beri deildinni í verkfræði- og raunvísinda- deild. Af hálfu verkfræðideildar fer nú fram athugun á fram- tíðarstefnu um verkfræðimenntun hér á landi og hvort rétt sé að einskorða kennslusviðið við fyrrahluta námsins. Er mikil- vægt að marka þá stefnu hið fyrsta. Vil ég óska núverandi og fyrrverandi kennurum verkfræðideildar til hamingju með þetta afmæli. Jafnframt vil ég vekja athygli á því ómetanlega lið- sinni, sem Tækniháskóli Danmerkur hefir látið Háskólanum í té með því að mennta verkfræðistúdenta til síðarahlutaprófs. 1 tilefni þessara tímamóta hefir rektor Tækniháskólans verið send sérstök kveðja Háskólans í dag.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Háskóla Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Háskóla Íslands
https://timarit.is/publication/588

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.