Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 111
109
VIII. DOKTOIISPRÓF
Svo sem greinir í annál, lauk séra Jakob Jónsson, teol. lic.,
doktorsprófi í guðfræði hinn 25. sept. 1965. Fer æviágrip dokt-
orsins hér á eftir:
Hans Jakob Jónsson er fæddur 20. jan. 1904 að Hofi í Álfta-
firði, Suður-Múlasýslu. Foreldrar: Jón prestur þar, síðar á
Djúpavogi, Finnsson prests á Klyppsstað, og Sigríður Hans-
dóttir Jakobs Becks bónda á Sómastöðum. Ólst upp hjá for-
eidrum sínum að Hrauni við Djúpavog. Lauk guðfræðiprófi
við Háskóla Islands vorið 1928, með 1. einkunn (114 stig).
Vígður 22. júlí 1928 aðstoðarprestur föður síns, en settur
sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli 11. febr. 1929, og skip-
aður í það embætti frá 1. júní s. á. Fékk lausn frá embætti frá
1. okt. 1935. Þjónaði sem gestur Sambandssöfnuðinum í Winni-
peg og Wynyard frá hausti 1934 til jafnlengdar næsta ár. Var
síðan ráðinn prestur til safnaða Sameinaða kirkjufélagsins í
Vatnabyggðum í Sascatchevvan til vorsins 1940 (Quill Lake-
safnaðar í Wynyard, Leslie, Kristnes, Hólar, Mozart og Grandy).
Þjónaði jafnframt Immanúels-söfnuði í Wynyard um stundar-
sakir. Mun því hafa verið eini íslenzki presturinn, sem hafði
þjónustu innan beggja hinna íslenzku kirkjufélaga samtímis.
Var veitt Hallgrímsprestakall í Reykjavík frá 1. jan. 1941.
Framhaldsmenntun að ioknu embættisprófi: Sálarfræði við
Manitoba-háskóla (Winnipeg) veturinn 1934—35. Námsferð
um Norðurlönd 1946, og síðar kynnisferðir í sömu erindum til
Englands, Þýzkalands og Sviss. Lagði stund á kennimannlega
guðfræði og Nýjatestamentisfræði við háskólann í Lundi 1959,
og varð teol. lic. við guðfræðideild þess háskóla 1961. Tók
nokkrum sinnum þátt í guðfræðilegum námskeiðum í Kaup-
mannahöfn og víðar.
Meðal trúnaðai’starfa í þágu íslenzku kirkjunnar má nefna:
1 stjórn Prestafélags Islands 1941—47 og 1952—64, formaður