Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Page 134
132
B. ÝMSAR REGLUGERÐIR OG REGLUR.
REGLUGERÐ nr. 102, 6. maí 1966
um Orðabók háskólans.
1. gr.
Orðabók háskólans er háskólastofnun og heyrir undir rektor og
háskólaráð, sbr. 80.gr. háskólareglugerðar.
2. gr.
Hlutverk stofnunarinnar er að safna efni og semja sögulega ís-
lenzka orðabók frá upphafi prentaldar á Islandi. Að því loknu má
fela stofnuninni önnur skyld verkefni.
3. gr.
Stjórn Orðabókar háskólans skal hafa á hendi yfirstjórn Orðabók-
arinnar á vegum rektors og háskólaráðs. Ilún skal kosin af háskóla-
ráði, að fengnum tillögum heimspekideildar, til fjögurra ára í senn.
Stjórnin skal skipuð þremur mönnum. Rektor skipar einn þeirra for-
mann stjórnarinnar og ákveður þóknun til hans að fengnu samþykki
menntamálaráðuneytisins.
4. gr.
Aðalstarfssvið stjórnar Orðabókarinnar er þetta:
a. Stjórnin skal hafa yfirumsjón með orðabókarstarfinu og skipu-
lagningu þess. Skal formaður hennar koma að minnsta kosti
vikulega í stofnunina og fylgjast með því, sem gert er, ræða þau
vandamál, sem upp kunna að koma við aðalritstjóra og aðra
starfsmenn stofnunarinnar.
b. Stjórnin hefur, í samráði við rektor og aðalritstjóra, ráðstöfun-
arrétt á húsnæði Orðabókarinnar, ef óskað er eftir að nýta það
til annars en þarfa Orðabókarinnar, þó svo að það rekist ekki
á starf hennar.
c. Stjórnin skal, í samráði við aðalritstjóra, gera áætlanir til rekt-
ors um árlega fjárþörf Orðabókarinnar.
d. Ráðherra ræður starfslið Orðabókarinnar að fengnum tillögum
stjórnar og háskólaráðs. Ráðherra getur falið stjórn stofnunar-
innar ráðstöfun starfa til eins árs eða skemmri tíma enda sé
fjárveiting fyrir hendi. Um starfskjör fer eftir ákvæðum laga
nr. 55/1962, um kjarasamninga opinberra starfsmanna.