Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 135
133
5. gr.
Rekstur stofnunarinnar er kostaður af ríkisfé, samkvæmt því, sem
fé er veitt til í fjárlögum.
Aðrar tekjur eru þessar:
a. Styrkir til rannsókna eða gi’eiðsla fyrir umbeðin verkefni.
b. Gjafir.
Öflun tekna á þann hátt, er greinir í 2. málsgrein, er háð sam-
þykki stjórnarinnar.
6. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt lögum um Háskóla íslands nr.
60 7. júní 1957, 42. gr. og 80. gr. háskólareglugerðar nr. 76 17. júní
1958, og öðlast þegar gildi.
REGLUGGRÐ um Raunvísindastofnun Háskólans,
nr, 104, 4. júní 1966.
1. gr.
Heiti stofnunur og tcngsl hennur við Háskóla fslands.
Stofnunin heitir Raunvísindastofnun Háskólans og er háskóla-
stofnun, sem heyrir undir háskólaráð.
2. gr.
Starfssvið.
Aðalstarf stofnunarinnar er undirstöðurannsóknir á sviði stærð-
fræði, eðlisfræði, efnafræði og jarðeðlisfræði, en bæta má við rann-
sóknarstofum eða undirstofnunum á öðrum sviðum raunvísinda, eftir
því sem síðar kann að verða mælt fyrir um, og fé er veitt til í fjár-
lögum eða á annan hátt.
3. gr.
Skipulug Rauuvísindastofnunar Háskólans.
Stofnunin skiptist fyrst um sinn í fjórar rannsóknarstofur, sem
starfa á eftirtöldum sviðum:
I. Rannsóknarstofa í stœröfrœöi.
Starfssvið: Stærðfræðilegar greinar: Stærðfræði, stærðfræði-
leg eða teoretisk eðlisfræði, hagnýtt stærðfræði.
II. Rannsóknarstofa í eölisfrœöi.
Starfssvið: Tilraunaleg eðlisfræði, þ. á m. fyrst um sinn jarð-
eðlisfræðilegar mælingar, sem framkvæmdar eru í vinnustofu
(laboratorium).
III. Rannsóknarstofa í efnafrœöi.
Starfssvið: „Teoretisk" og tilraunaleg efnafræði.