Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Side 36
34
lestrum og útgáfu tímarita. Vona ég, að þér verðið hlutgengir
liðsmenn í þeim félögum og í samtökum háskólamenntaðra
manna yfirleitt.
# # #
Þér eigið nú flest rétt á nokkrum lærdómstitli, sem þér
verðskuldið vel og vonandi berið ávallt með sóma. En vandi
fylgir þeirri vegsemd. Lærdómurinn er ekki einhlítur, heldur
manngildið, sem að baki býr, verkin, sem menn vinna, starfið
sjálft, sem menn afreka. Titill einn gerir engan mann mikinn í
sjálfu sér. Mér koma til hugar orðin, sem fóru á milli Noregs-
konungs og Þorleifs jarlaskálds. Konungur spurði Þorleif, hvort
hann væri skáld. Þorleifur svaraði: „Það er eftir því, sem þér
viljið dæmt hafa, herra, er þér heyrið“. Þér heyið, kandídatar,
þrotlausa prófraun lífsins, þótt formlegri skólagöngu flestra
yðar sé lokið, og það próf er öllum öðrum prófum strangara.
Á því prófi dæma menn yður eftir því, sem þeir heyra frá yður
eða reyna yður af verkum yðar. Störfin, sem bíða yðar, eru
ekki öll jafngirnileg í sjálfu sér, en ég heiti á yður að leggja
yður alla fram við hvert starf, stórt sem smátt. Ég el þá von,
að treysta megi því, að sá, sem lokið hefir kandídatsprófi frá
Háskóla Islands, sé ekki eingöngu vel menntaður maður og
hlutgengur til starfa, heldur einnig í hvívetna traustur maður
og siðferðilega heill, þegnskaparmaður, sem viðbúinn sé að
leysa vanda, án tillits til launa, — að hann sé „staðgóður og
stilltur drengur“. Minnizt þess, að leyndardómur hamingjunn-
ar er ekki fólginn í, að við gerum það, sem okkur fellur,
heldur í hinu, að okkur falli það, sem við gerum. Látið vinn-
una ávallt skapa öndvegi í lífi yðar og starfi, og fallið ekki
fyrir freistingum hóglífis og fjárhyggju. Forðizt sýndar-
mennsku og allan yfirborðshátt, slíkt er fjarlægt hverjum sann-
menntuðum manni. Minnizt einkunnarorðanna fornkveðnu
„Esse non videri“ — það er mest að vera, en ekki sýnast.
Minnizt þess, að sannleikurinn, og hann einn, gerir menn
frjálsa.