Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 50
48
Iiáskólahókasafn.
Hinn 11. nóvember 1965 var gerð eftirfarandi ályktun í
háskólaráði:
„Háskólaráð ályktar að fara þess á leit við Menntamálaráðu-
neyti og fjárveitinganefnd Alþingis, að fjárframlög til Háskóla-
bókasafns verði stórlega hækkuð.
1. Farið er fram á, að ráðinn verði til viðbótar einn bóka-
vörður, sem einkum annist. skrásetningu bóka, sérlega í raun-
vísindum og félagsvísindum, sbr. 7. gr. laga nr. 44/1949.
2. Þess er óskað, að fjárveitingar til bókakaupa verði hækk-
aðar í 1 milljón króna, enda gegnir Háskólabókasafn því hlut-
verki í sívaxandi mæli að afla nauðsynlegra vísindarita á hin-
um ýmsu sviðum.“
Skipan liókasafnsinála.
Á fundi 16. desember 1965 gerði háskólaráð svofellda álykt-
un um þetta mál:
„Háskólaráð telur mikilvægt, að hið fyrsta verði tekið til
gagngerðrar athugunar, hversu málum vísindalegra bókasafna
verði skipað hér á landi til frambúðar, þ. á m. um tengsl Há-
skólabókasafns og Landsbókasafns. Beinir háskólaráð þeirri ósk
til menntamálaráðherra, að hann skipi nefnd manna með full-
trúum frá háskólaráði, Landsbókasafni og e. t. v. fleiri vísinda-
aðiljum til þess að fjalia um þessi mál og setja fram tillögur
til lausnar þeirra.“
Hinn 6. júní 1966 skipaði menntamálaráðherra nefnd til að
athuga, hvernig málum vísindalegra bókasafna verið skipað
hér á landi til frambúðar. Áttu sæti í henni: Birgir Thorlacius,
ráðuneytisstjóri, formaður, dr. Björn Sigfússon, háskólabóka-
vörður, og dr. Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður.
Stúdentaheimili.
Hinn 11. nóvember 1965 fjallaði háskólaráð um bréf undir-
búningsnefndar stúdentaheimilis, og voru lögð fram frumdrög
að teikningum hússins. Háskólaráð heimilaði nefndinni að ráða
Jón Haraldsson arkítekt og að halda áfram störfum á þeim