Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 20
18
X.
Síðasta háskólaárs verður m. a. minnzt fyrir það, að þá kom-
ust stúdentar Háskólans í fyrsta sinni yfir 1000. Lætur nærri,
að heildartala stúdenta hafi aukizt um 100 á ári síðustu 3 árin.
Er auðsætt, að aðstreymið vex mjög næstu ár. S.l. vor voru
brautskráðir 310 stúdentar frá íslenzkum menntaskólum eða
9.5% af 20 ára aldursflokknum. Er þessi tala snöggtum lægri
en á hinum Norðurlöndunum. I Noregi nálgast þessi hundraðs-
tala óðum 20, í Svíþjóð er hún um 17, og svipuð hundraðstala
er í Finnlandi, en hún er nokkru lægri í Danmörku. Athugun,
sem ég hefi framkvæmt á líkum á stúdentafjölda næstu fjögur
árin, leiðir í Ijós, að horfur eru á, að stúdentar verði 350 árið
1966 eða 10.5% af aldursflokknum, árið 1967 400 eða 11.5%,
árið 1968 440 eða 12.7% og árið 1969 480 eða u. þ. b. 13%.
Athyglisvert er einnig, að hlutur stærðfræðideildarstúdenta fer
sívaxandi ár frá ári. Hann verður um 40% af heildartölunni
1966, en úr því verða fleiri stærðfræðideildarstúdentar en mála-
deildarstúdentar, væntanlega um 55%, og bendir sú þróun til
þess, að aðsókn að raunvísindagreinum muni aukast til mik-
illa muna næstu ár. Þarf Háskólinn nauðsynlega að búast við
því eftir getu, að stóraukin aðsókn verði að verkfræðideild og
að greinum eins og t. d. eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði,
svo og að góð aðsókn verði að náttúrufræði, þegar kennsla
hefst í þeirri grein.
Reynslan frá hinum Norðurlöndunum og t. d. Bretlandi sýn-
ir, að stúdentafjöldinn vex þar hröðum skrefum. 1 Svíþjóð var
hundraðstalan 1956 t. d. 9.3% eða svipuð og er nú hér á landi,
en átta árum síðar var hún komin upp í u. þ. b. 17%. Vek ég
athygli á því, að væntanleg fjölgun stúdenta næstu 4 ár er
nálega endurspeglun af þróuninni í Svíþjóð 1957—1960. Hlut-
fallstala þessi hækkar væntanlega ört hér á landi, og verður
komin um eða yfir 20% árið 1975, og verða þá stúdentar
yfir 900, ef að líkum lætur.
Sú stúdentaf jölgun, sem í vændum er, er mikið gleðiefni fyrir
Háskólann. En hún leggur okkur þá ábyrgð á herðar, að búast