Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 44
42
þeir legðu meiri stund á sálarfræði eða heimspekisögu og um
afmörkun þeirra greina. Heimspekideild og háskólaráð mæltu
með þessum tillögum, en óskir um kennaralið náðu ekki fram
að ganga.
Fyriríeslrar fyrir nýstúdenta.
Andri ísaksson sálfræðingur flutti tvo fyrirlestra að ósk
rektors 14. og 17. febrúar um efnið „Aðferðir og vinnuhag-
ræðing í námi“.
Kaunvísindadeild.
Á grundvelli umræðna um rannsóknir og kennslu í raunvís-
indum, þ. á m. í landbúnaðarvísindum, var gerð eftirfarandi
ályktun í háskólaráði hinn 7. október 1965:
„Háskólaráð telur, að stefna beri að stofnun raunvísinda-
deildar við I-Iáskólann, þar sem saman tengist kennsla og rann-
sóknir í sem flestum greinum raunvísinda.
Með tilvísun til nefndarálits, sem fyrir liggur um könnun á
kennslu til fyrrahlutaprófs í landbúnaðarvísindum, lætur há-
skólaráð í ijós þá skoðun, að æskilegt sé, að slik kennsla fari
fram hér við Háskólann sem þáttur í starfi raunvísindadeildar.“
Kenusla í lanilbúnaðarvísindum.
Umræður um kennslu í landbúnaðarvísindum við Háskólann
eiga sér alllanga sögu. Upp úr 1960 hófust þær umræður að
nýju, og varð það m. a. til þess, að rektor og Ólafur E. Stef-
ánsson, ráðunautur, sóttu ráðstefnu á vegum OECD í París
1962 um þessi kennslumál. Sumarið 1963 komu hingað til
lands í boði Háskólans Mr. Rowan frá OECD og rektor Aksel
Milthers frá Landbúnaðarháskólanum danska, er flutti fyrir-
lestur í Háskólanum um æðri menntun í landbúnaðarfræðum,
sbr. Árbók Háskólans 1962—1963, bls. 31. Sumarið 1964 skip-
aði rektor fimm sérfræðinga í nefnd, er kanna skyldi, hver
tök væru á að koma hér á fót kennslu til fyrrahlutaprófs í land-
búnaðarvísindum, og með sérstöku tilliti til þess, að hve miklu
leyti hægt væri að hagnýta þá kennslu, er nú fer fram hér í