Árbók Háskóla Íslands - 01.03.1966, Blaðsíða 30
28
menntunar oftast meiri en nokkru sinni fyrr eða síðar. Miklu
varðar, að menn stundi af kostgæfni eigin fræðigrein, en einn-
ig að þeir dýpki þekkingu sína almennt og örvi skilning sinn
á fræðilegum vandamálum, öðlist aukið útsýn yfir vísindi nú-
tímans og glæði skyn sitt á fegurð og yndi lífsins með því að
njóta lista og fagurra bókmennta, fornra og nýrra. Hér við
Háskólann eru fluttir áriega tugir fyrirlestra um margvísleg
fræðileg efni, sem mikill fengur er að hlýða á. Hvet ég yður,
ungu stúdentar, til að sækja þessa fyrirlestra, og jafnframt
bendi ég yður á, að hyggilegt er fyrir yður að halda við og
auka þekkingu yðar á t. d. einu tungumáli með því að sækja
almenna tungumálakennslu, sem látin er í té við Háskólann,
Fátt er þroskavænlegra en að mega njóta háskólaáranna án
þess að sligast af námshraða og áhyggjum líðandi stundar, ef
þá fer saman ábyrgð og áhugi á að menntast og hæfileiki til
að njóta gleði lífsins. ,,Æska og moi’gunroði lífsins eru hverful"
segir í helgri bók. Strit lífsins tekur snemma við og varnar
mönnum oft að njóta menntunarkosta. Þessa skyldu ungir stú-
dentar vera vel minnugir á háskólaárunum.
Rómverjar hinir fornu létu sér, eins og kunnugt er, mjög
hugað um lög og rétt, og þeir kenndu ungum mönnum ýmis
heilræði, er um þau viðfangsefni vildu véla. Eitt þeirra var
á þessa lund að inntaki: „Kynnið yður ávallt sjónarmið beggja
málsaðilja“. Þessi heilræði eiga enn í dag erindi til yðar, ungu
stúdentar, án tillits til þess, hvaða háskólagrein þér leggið
stund á. 1 þeim felst kjarni allrar akademískrar menntunar,
sem hvílir á þeim stoðum, að menn virði fyrir sér, vegi og
meti öll þau sjónarmið, sem til greina komi um úrlausn til-
tekins atriðis. Þau hvetja til þess, að menn séu skyggnir á
þessi sjónarmið og kynni sér þau vandlega, þau varna við ein-
sýni og hleypidómum og hvatvísi í dómum um menn og mál-
efni. Þau höfða til þess, að menn beri virðingu fyrir sjónar-
miðum annarra manna og séu viðbúnir að ræða þau, ef þau
eru sett fram með hófsamlegum hætti. Allt eru þetta eigindir,
sem eru mikilsvirði fyrir yður, ungu stúdentar, að temja yður.
Hlutlæg sannleiksleit, sem er takmark alls akademísks starfs,