Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Page 43
Starfsnefndir
háskólaráðs
Fjármálanefnd
Háskólaráð skipar fjármálanefnd. Rektor tilnefnir formann. Guðmundur R. Jóns-
s°n framkvæmdastjóri fjármála og reksturs, sat áfram sem formaður á árinu
2009. Fræðasviðin skipa aðra nefndarmenn og á vormisseri var Aðalheiður
Jóhannsdóttir. fulltrúi Félagsvísindasviðs. Guðrún Kristjánsdóttir. fulltrúi Heil-
brigðisvísindasviðs, Valur Ingimundarson, fulltrúi Hugvísindasviðs. Amalía
Björnsdóttir. fulltrúi Menntavísindasviðs. og Hannes Jónsson, fulltrúi Verkfræði-
°9 nóttúruvísindasviðs. Frá haustmisseri var skipan nefndarinnar breytt og for-
setar fræðasviða tóku sæti í nefndinni: Ástráður Eysteinsson fyrir Hugvísindasvið.
Jón Torfi Jónasson fyrir Menntavísindasvið. Kristín Vala Ragnarsdóttir fyrir Verk-
fræði- og náttúruvísindasvið. Ólafur Þ. Harðarson fyrir Félagsvísindasvið og Sig-
urður Guðmundsson fyrir Heilbrigðisvísindasvið. Með fjármátanefnd starfaði
Sigurður J. Hafsteinsson. sviðsstjóri fjármálasviðs. Ritari var Gunnlaugur H.
■Jónsson. innri endurskoðandi.
Nefndin hélt 19 fundi á árinu. 6 á vormisseri og 13 á haustmisseri. Helstu verkefni
nefndarinnar eru:
* að vera rektor, háskólaráði og háskólafundi til ráðuneytis um hvað eina sem
lýtur að fjármálum og rekstri háskólans,
* að hafa umsjón með samningum háskólans við menntamálaráðuneyti um
fjármögnun kennslu og rannsókna.
* að vinna fjárhagsáætlun háskólans fyrir rektor sem ber hana undir háskóla-
ráð til samþykktar.
að gera tillögu um fjárlagaerindi háskólans,
* að fylgjast með afgreiðslu menntamálaráðuneytis á fjárlagaerindi skólans og
vera rektor til ráðuneytis um frekari rök til að fylgja erindinu eftir.
* að gera tillögu til rektors og háskólaráðs um deililíkön sem notuð eru við
skiptingu fjárveitinga á deildir. stofnanir og stjórnsýslueiningar.
að yfirfara ársreikning háskólans,
* að gera tillögu til rektors og háskólaráðs um skiptingu aukafjárveitinga á
deildir. stofnanir og stjórnsýslueiningar.
* að leiðbeina deildum, stofnunum og stjórnsýslueiningum við gerð
fjárhagsáætlana.
að móta fjárhagsáætlun háskólans á grundvelli stefnumörkunar rektors og
báskólaráðs,
* að hafa eftirlit með því að útgjöld deilda. stofnana og stjórnsýslueininga fari
skki fram úr fjárveitingum.
* að stuðla að umræðum og málþingum innan háskólans og utan um fjármál
°9 rekstur háskólans.
Hjármálanefnd útbjó fjárlagaerindi fyrir árið 2010. vann að frekari endurskoðun
deililfkans og gerði tillögu til háskólaráðs um skiptingu fjárveitingar ársins 2010
n'ður á svið, deildir og aðrar skipulagseiningar.
Mikil vinna fór í að endurskoða deililíkan háskólans og skiptingu fjárveitinga ársins
2°10. Við það þurfti að taka mið af nýju skipulagi skólans þar sem fimm svið. sem
fkiptast í 25 deildir, koma í stað 12 deilda Háskóla íslands og Kennaraháskóla
ls|ands. Fjárlagafrumvarp ársins 2010 gerði ráð fyrir verulegum niðurskurði á
fjárveitingum. Þessi niðurskurður gerði vinnu fjármálanefndarinnar umfangsmikla
°9 fjárhagsstöðuna þrönga. Sérstaklega var hugað að því að raunfjárveiting til
e'nstakra sviða skertist ekki verulega frá árinu áður en að jafnframt væri tekið tillit
fi' árangurs sviðanna við skiptingu fjárveitingar. Árangur í kennslu vegur þungt og
eru Þreyttu einingamarað 8/10 hlutum miðaðarvið þá grein sem kennir viðkomandi
namskeið en að 2/10 hlutum miðað við heimagrein nemenda. Hlutföllin eru opin fyrir
rekari endurskoðun. Fjárveitingartil rannsókna taka mið af fjölda útskrifaðra