Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Page 46
Kennslumálanefnd
í framhaldi af skipulagsbreytingum sem tóku gildi hinn 1. júlí 2008 var ný
kennslumálanefnd skipuð og á hvert fræðasvið sinn fulltrúa í henni auk stúdenta.
Formaður. Róbert H. Haraldsson. var skipaður af rektor og fyrsti fundur nýskip-
aðrar nefndar var 17. febrúar 2009 og er hún skipuð til 30. júní 2011.
Nefndin hélt 12 fundi árið 2009 og á meðal helstu viðfangsefna hennar má nefna:
• Samræmingu á kennslustefnu deilda.
• Inntaka nýnema í Háskóla fslands og annars staðar á Norðurlöndunum.
• Breytingar á lögum um framhaldsskóla og áhrif þeirra á inntökuferli í
Háskóla Islands.
• Samráð við skólameistara framhaldsskóla.
• Mat á námi frá Háskólabrú Keilis.
• Aðgerðir gegn brottfalli. Kynning á endurkomuskýrslu og
brautskráningarhlutfalli sem unnið er í vöruhúsi gagna.
• Kennsluferilsskrár. Fyrsta gerð skilgreind.
• Framkvæmd kennslukönnunar og verklagsreglur um eftirfylgni við hana
endurskoðaðar.
• Hæfniviðmið námskeiða.
• Skjalið „Um góða starfshætti við kennslu og próf í Háskóla íslands" tekið til
endurskoðunar.
• Endurskoðun á fyrirkomulagi endurtökuprófa; breytingar á 56. og 57. gr.
reglna nr. 569/2009.
• Tilnefningar til viðurkenningar vegna kennslu.
Á meðal fastra verkefna nefndarinnar er umsjón með Kennslumálasjóði en að
ósk rektors var ekki auglýst eftir umsóknum að þessu sinni.
Auk formanns sitja eftirtaldir fulltrúar í nefndinni: Hafdís Ingvarsdóttir. Mennta-
vísindasviði, Helgi Þorbergsson, Verkfræði- og náttúruvísindasviði. María
Guðjónsdóttir. fulltrúi stúdenta. Sesselja S. Ómarsdóttir, Heilbrigðisvísindasviði,
Sveinn Yngvi Egilsson. Hugvísindasviði. og Þórhallur Guðlaugsson, Félagsvísinda-
sviði. Formaður stjórnar kennslumiðstöðvar, Guðrún Geirsdóttir. sviðsstjóri
kennslusviðs, Þórður Kristinsson, og prófstjóri, Hreinn Pálsson, sátu fundi
nefndarinnar og unnu með henni.
Samráðsnefnd um kjaramál
Á vegum háskólaráðs og rektors starfar samráðsnefnd háskólaráðs um kjara-
mál. Henni er ætlað að tryggja samstarf og samráð við stéttarfélög og samtök
starfsmanna háskólans um kjara- og réttindamál auk þess sem hún gegnir
hlutverki samstarfsnefndar samkvæmt 11. kafla kjarasamninga fjármálaráðherra
og stéttarfélaga ríkisstarfsmanna.
Samráðsnefndin var skipuð þremur fulltrúum. Tveir þeirra sitja starfs síns vegna
í nefndinni en formaður er valinn úr röðum fastráðinna kennara. Nefndin var
þannig skipuð á árinu 2009:
Guðmundur R. Jónsson framkvæmdastjóri fjármála og reksturs. formaður.
Guðmundur Ragnarsson, sviðsstjóri starfsmannasviðs. og Sigurður J. Hafsteins-
son. sviðsstjóri fjármálasviðs. Sólveig Bachmann Gunnarsdóttir, tögfræðingur
starfsmannasviðs, starfar með nefndinni.
Vísindanefnd
Umfangsmikill hluti starfsemi vísindanefndar sneri að Rannsóknasjóði háskól -
ans. Unnið var við úthlutun úr Rannsóknasjóði fyrir árið 2010 í lok ársins eins og
áður og sem fyrr var faglegt mat skilið frá úthlutunarvinnu. Faglegt mat önnuðust
fimm fagráð. fagráð fræðasviða skólans. [ hverju fagráði voru um 5-8 fulltrúar,
þar af voru einn til tveir fulltrúar úr vísindanefnd. Fagráð mátu allar umsóknir á
fagsviði sínu. Samræming og lokafrágangur úthlutunar var síðan í höndum
vísindanefndar. Við úthlutun var unnið samkvæmt svipuðum viðmiðum og áður.
Lögð var áhersla á að styrkja sem best þau verkefni sem líklegust þykja til
árangurs vegna vísindagitdis og virkni umsækjanda.
44