Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Page 68
í samantektinni er fjallað um fjölda umsókna en ekki fjölda umsækjenda (21
umsækjandi. 15 karlar og 6 konur. sótti um oftar en einu sinni. þar af einn þrisvar
en aðrir tvisvar).
Helstu niðurstöður fyrir Háskóla íslands í heild
• Á því tímabili sem um ræðir bárust samtals 317 umsóknir, 228 frá körlum
en einungis 89 frá konum.
• Því voru 71.9% umsókna frá körlum og 28.1 % frá konum.
• Alls voru 70 manns ráðnir, 42 karlar og 28 konur. Karlar voru því 60% þeirra
sem voru ráðnir en konur 40%.
• Þegar litið er sérstaklega til karla kemur í Ijós að 18.4% umsókna frá
körlum skiluðu sér í ráðningu. Þegar horft er sérstaklega til kvenna sést að
ötlu hærra hlutfall umsókna. eða 31,5%. skilaði sér í ráðningu.
• Af þeim 317 umsóknum sem bárust um akademísk störf á tímabilinu voru
27 dregnartit baka á einhverju stigi málsins.
• í 77 tilfellum þótti umsækjandi ekki uppfylla lágmarksskilyrði.
• Því þótti umsækjandi uppfylla lágmarksskilyrði til ráðningar í 213
umsóknum af 317, eða 67,2%.
• Hlutfallslega fteiri kvenkynsumsækjendur en karlkyns voru taldir uppfylla
tágmarkshæfi að mati dómnefndar. eða 72,9% umsókna frá konum og 65,4%
umsókna frá körlum.
Náms- og starfsráðgjöf
Inngangur
Árið 2009 nýttu 6.434 nemendur sér þjónustu Náms- og starfsráðgjafar Háskóla
íslands í formi viðtala, námskeiða og örfyrirlestra. sem var 30% auking frá árinu
2008.
Helstu breytingar sem urðu á starfsemi NSHÍ voru þær að náms- og starfsráðgjöf
á Menntavísindasviði (MVS) Háskóta íslands varð miðlæg frá 20. janúar 2009. þótt
náms- og starfsráðgjafar MVS og NSHÍ hafi í raun unnið eftir sameiginlegu ferli
og að sameiginlegum markmiðum frá sameiningu Háskóta ístands og Kennara-
háskóta íslands. NSHÍ er með starfstöð á MVS og þar starfa Anna Sigurðardóttir
og Kristjana Mjöll Sigurðardóttir náms- og starfsráðgjafar.
Ný móttökuaðstaða var tekin í notkun á Háskólatorgi á haustmánuðum 2009. Um
er að ræða aðstöðu sem upphaftega var hugsuð fyrir Happdrætti Háskóta (slands
(HHÍ). HHt lét góðfústega eftir húsnæðið svo að hægt væri að bjóða upp á betri
aðstöðu tit móttöku nemenda og annarra notenda þjónustu NSHÍ.
Fjölbreytt og aukið námsframboð við Háskóla [slands kallar á skilvirka samvinnu
NSHt og deitda og fræðasviða. NSHÍ hefur stofnað tengslanet við fræðasviðin sem
hefur það hlutverk að auka upplýsingaflæði og samstarf.
NSHf tekur þátt í norrænu samstarfi er nefnist NUAS - Det Nordiska Universitets
Administrators Samarbetet. Tveir hópar innan NUAS, hópur náms- og
starfsráðgjafa og hópur í stjórnsýslu. efndu til ráðstefnu á íslandi 8.-10. nóvember
2009 undir heitinu: Studenten i focus - rekrytering. retention och
anstallningsbarhet. Ráðstefnan þóttist takast vel í alla staði og var aðsókn mikil.
Starfsmenn
Arnfríður Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi (100 % - í ársleyfi frá 1.8.2009-
31.7.2010). Jónína Ó. Kárdal náms- og starfsráðgjafi og deildarstjóri (100%- leysir
Arnfríði af). Anna Sigurðardóttir náms- og starfsráðgjafi (100%), Ásta Gunnlaug
Briem náms- og starfsráðgjafi (100%, leysir Jónínu af). Dröfn Sigurbjörnsdóttir
verkefnisstjóri (100%). Hildur Katrín Rafnsdóttir náms- og starfsráðgjafi (75%).
Hrafnhildur V. Kjartansdóttir náms- og starfsráðgjafi (100% - kom úr námsleyfi
1.8. 2009), Ingunn M. Ágústsdóttir náms- og starfsráðgjafi (100%), Kristjana Mjöll
náms- og starfsráðgjafi (100%). Magnús Stephensen skrifstofustjóri (100%). María
Dóra Björnsdóttir náms- og starfsráðgjafi (50%). Ragna Ólafsdóttir sálfræðingur
(50%) og Sigrún Edda Theódórsdóttir táknmálstúlkur (100%).
Náms- og starfsval
Árið 2009 leitaði 1941 einstaklingur til NSHÍ til að fá ráðgjöf og upplýsingar um
námsval, þar af höfðu 579 einstaklingar ekki enn hafið nám við skólann.
66
1