Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Page 168
Wissenschafts-Verlag. Það verður fyrsta bókin um íslenskt efni í ritröðinni. Marion
hafði áður lokið MA-prófi í menningarfræði við Humboldt-háskóla og MA-prófi í
þýðingafræði við Háskóla íslands.
Aðrirviðburðir
Hugvísindasvið og stofnanir þess standa fyrir fjölmörgum viðburðum í hverjum
mánuði, ýmist í samstarfi við aðra aðila eða á eigin vegum. Viðburðimir eru af ýmsum
toga. s.s. stakirfyrirlestrar, fyrirlestraraðir, málþing. menningarhátíðir, málstofur,
innlendar sem alþjóðtegar ráðstefnur, auk hins árlega Hugvísindaþings sem fyrst var
haldið árið 1996. Meðal nýrra viðburða sem sviðið stóð fyrir á árinu var ársþing
sviðsins og doktorsdagur sem var haldinn í október. Hér að aftan er sagt frá stærstu
viðburðum ársins.
Ársþing Hugvísindasviðs
Eins og þegar hefur verið getið var boðað til ársþings Hugvísindasviðs 2009 í Hátíðasal
Háskóla íslands föstudaginn 20. nóvember. Á dagskrá voru ýmis mál en þau helstu
voru: 1) Stefna Hugvísindasviðs 2009-2013. 2) Starfsemi Hugvísindastofnunar, rann-
sóknasjóður Hugvísindastofnunar, útgáfumál o.ft., 3) Verkefni skrifstofu Hugvísinda-
sviðs og reynsta kennara af starfseminni o.fl, 4) Tungumálamiðstöðin, htutverk hennar
og staða innan sviðsins.
[ kjötfar fundarins var stefnuskráin send sviðsfólki með lagfæringum sem samþykktar
voru á þinginu og hún að tokum birt á innri vef Háskóla íslands. Stefnuskráin er eins
konar sáttmáli sem sviðið sameinast um en skjalið var í meginatriðum byggt á starfi
stefnuskrámefndar sviðsins sl. vor. en í henni sátu Ástráður Eysteinsson. Dagný
Kristjánsdóttir, Guðmundur Hátfdanarson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ingibjörg Þóris-
dóttir og Martin Regal. Auk stefnuskrámefndar höfðu eftirtatdir aðitar farið yfir skjalið
fyrir þingið: stjóm sviðsins. starfsfólk á skrifstofu og formenn jafnréttisnefndar og
kennslunefndar sviðsins.
Hugvísindaþing 2009
Hugvísindaþing fórfram 13. og 14. mars í Aðalbyggingunni og Lögbergi en þingið þótti
takast afar vel. Inngangsmáistofan fjallaði um htutverk hugvísindamanna ísamfélags-
umræðu. Á eftir fylgdu um 30 mátstofur með yfir 140 fyrirlestrum. sem er met og
þátttakan sömuleiðis en tatið er að um 400 manns hafi sótt þingið. Hugvísindaþing
fékk víðtæka og jákvæða umfjötlun í fjölmiðlum.
Heimsókn Dalais Lama
Fullt var út úr dyrum í Hátíðasal Háskóla íslands og í anddyri Aðaibyggingarinnar þann
2. júní er Dalai Lama, friðarverðlaunahafi Nóbets, heimsótti Háskóla íslands og ftutti
erindi í boði rektors háskótans og Hugvísindasviðs Háskóla íslands. Dagskráin var á
þá leið að Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóta íslands, setti samkomuna, síðan hélt
Dalai Lama framsögu og að því búnu átti hann samræðu. sem Ástráður Eysteinsson
stýrði. við þrjá kennara háskótans, þau Pétur Pétursson. prófessor í guðfræði. Pál
Skúlason. prófessor í heimspeki og fyrrverandi háskólarektor. og Sigríði Þorgeirs-
dóttur, prófessor í heimspeki. Umræður voru frjóar og líflegar og þessi stund verður
tengi í minnum höfð.
Fyrirlestraröðin „Hvemig verður bók til?"
i september hófst fyrirtestraröðin Hvemig verður bók til? sem námsgreinin ritiist og
Bókmennta- og listfræðastofnun Háskóta istands efndu til. Jón Kalman Stefánsson
rithöfundur kom fyrstur í heimsókn þann 23. september og sagði frá tilurð bókarinnar
Sumarljós. og svo kemur nóttin. í fyrirlestraröðinni veita ístenskir rithöfundar innsýn í
titurð þekktra ritverka, týsa vinnulagi sínu frá hugmynd að fuilfrágenginni bók og ræða
um viðhorf sín til skáldskaparins. í kjölfar Jóns kom Þórunn Vaidimarsdóttir í október
og Einar Kárason í nóvember. Þessi fyrirtestraröð vakti mikta athygti og fékk mikla
aðsókn.
Menningarhátíðir
Hin árlega Japanshátíð var hatdin í fimmta sinn í janúar en hún hefur öðtast fastan
sess hjá mörgum enda er mjög vandað til hennar af hátfu nemenda og kennara í
japönsku í samstarfi við japanska sendiráðið. Hátíðin var fjölsótt að vanda en talið er
að um 800 manns hafi sótt hátíðina.
Álíka fjötdi kom í febrúará kínverska vorhátíð sem Konfúsíusarstofnunin Norðurtjós
við Háskóta fslands og sendiráð Kína stóðu að í Aðaibyggingu Háskóta íslands. Þessi
hátíð var ekki síður metnaðarfutl og ötlum til sóma sem að henni stóðu.
[ desemberbyrjun var efnt til finnskrar menningarhátíðar í Norræna húsinu sem
166