Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Page 186
• Þorsteinn Eggertsson. rithöfundur og söngtextasmiðun Litháen - samspil sögu.
þjóðtrúar og tungumáls
• Futltrúar frá Félagi Litháa og fslendinga sögðu frá starfsemi sinni
• Gija. kór Litháa á íslandi söng nokkur lög
• Vaidas Jauniskis kvikmyndagagnrýnandi: History of Lithuanian filmmaking
• Hljómsveitin Amberlife með Karolis Sileika í fararbroddi flutti nokkur lög
• Jolanta Zabarskaite. forstöðumaður Tungumálastofnunar Litháens: Museum -
media for the Lithuanian language promotion
• Vytautas Narbutas myndlistarmaðun Listasaga Litháens
Með ský í buxum - byltingin og bókmenntiman Rússneskan við Háskóla íslands stóð
fyrir málþingi þann 21. mars þar sem fjallað var um rússneskar byltingarbókmenntir.
Sjónum var sérstaklega beint að hreyfingu fútúrista og skáldinu Majakovskí.
Fyrirlesarar voru:
• Benedikt Hjartarson bókmenntafræðingur: Goðkynngi orðsins: Um fagurfræði og
andlegar byltingar í rússneskum fútúrisma. symbólisma og dulspeki
• Ámi Bergmann. rithöfundur og þýðandi: Byltingin og bókmenntimar - Tolstoj eða
Majakovskí
• Rebekka Þráinsdóttir, aðjunkt í rússnesku: Hvað verður um ský í buxum þegar
himnamir hrynja?
Gimsteinn austursins - menningardagskrá um Taíland: Hinn 9. maí stóð stofnunin
fyrir sérstakri dagskrá um menningu Taílands í samvinnu við ASlS - Asíusetur
Islands. Taílensk-íslenska félagið og sendiráð Taílands í Danmörku og á fslandi. Auk
fyrirlestra var boðið upp á taílenskan mat með tilheyrandi skreytingum og útskurði.
Einnig voru lífleg dans- og tónlistaratriði. Fyrirlesarar á dagskránni voru:
• Cholchineepan Chiranond. sendiherra Taílands í Danmörku og álslandi:
Introduction to Thailand
• Poul Weber, heiðurskonsúll fslands á Taílandi: The Thai Language
• Kjartan Borg, heiðurskonsúll Taílands á íslandi: Tengsl Islands og Taílands
• Vífill Magnússon arkitekt: Búddahof rís á fslandi
• Tomas Boonchang, eigandi veitingastaðarins Ban Thai: Taílenskur matur, mmm...
Alþjóðlegt þýðendaþing - Sagenhaftes Island: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur var
samstarfsaðili að atþjóðlegu þýðendaþingi þar sem fjallað var um íslenskar bók-
menntir. vanda og vegsemd þýðandans og meðat annars sagt frá verkefninu
„Sagenhaftes Island". þýðingar- og kynningarátaki í tilefni þess að ísland verður
heiðursgestur bókasýningarinnar í Frankfurt 2011. Aðrir sem stóðu að þinginu voru
verkefnið Sagenhaftes Island, Bókmenntasjóður, Rithöfundasamband Islands og Félag
íslenskra bókaútgefenda. Háskólasetur Háskóla Islands á Höfn og Stofnun Áma
Magnússonar í íslenskum fræðum. Þátttakendur voru þýðendur víðs vegar að úr
Evrópu.
Alþjóðleg bókmenntahátíð í Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur var einn af
samstarfsaðilum Bókmenntahátíðar í Reykjavík sem fram fór dagana 7.-12.
september. Skáld sem voru gestir hátíðarinnar heimsóttu nemendur í tungumálum við
Háskólann og sameiginlega stóðu stofnunin og hátíðin fyrir eftirfarandi viðburðum:
• Luis López Nieves. rithöfundur frá Púertó Ríkó: Sögulegar sjónhverfingar. Púertó
Ríkó í nútíð og fortíð
• Ngugi Wa Thiong'o, rithöfundur og fræðimaður frá Kenýa. las upp úr bók sinni
Devil on the Cross sem kom út íslenskri þýðingu um jólin.
Evrópski tungumáladagurinn - Bringing us closer: I tilefni dagsins. þann 26.
september, var efnt til ráðstefnu í samvinnu við FEKÍ. Félag enskukennara á íslandi.
en félagið fagnaði einnig 40 ára afmæli sínu. Sérstakur gestafyrirlesari á ráðstefnunni
var Leni Dam, sem er vel þekkt fyrir rannsóknir sínar og þróunarstarf á sviði
einstaklingsmiðaðs tungumálanáms. Boðið var upp á fjölbreyttar málstofur um
nýbreytni og rannsóknir á sviði tungumálakennslu. Einnig var efnt til sérstakrar
hátíðadagskrár þann 25. september þarsem menntamálaráðherra afhenti
Evrópumerkið og fram fóru patlborðsumræður um gildi tungumálanáms og
tungumálakunnáttu.
Sannleikurinn felst í hinum óvenjulegu viðburðum hversdagsins - Nikolaj Gogol 200
ára: Rússneskan við Háskóla íslands efndi til sérstakrar dagskrár í tilefni af 200 ára
afmæli rússneska sagnameistarans Nikolajs Gogols. Fyrirlesarará samkomunni voru
eftirfarandi:
• Áslaug Agnarsdóttir, bókasafnsfræðingur og þýðandi: Boðskapur mannsandans -
þýðingar rússneskra bókmennta á Islandi
184
J