Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Page 224
Verkfræði- og
náttúruvísindasvið
Stjóm sviðsins
Stjóm Verkfræði- og náttúruvísindasviðs árið 2009 skipuðu:
• Kristín Vala Ragnarsdóttir. sviðsforseti
• Guðmundur G. Haraldsson, forseti Raunvísindadeildar
• Karl S. Guðmundsson, forseti Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar
• Magnúsi Tumi Guðmundsson, forseti Jarðvísindadeildar
• Ólafur Pétur Pátsson. forseti Iðnaðarverkfræði-. vélaverkfræði- og
tölvunarfræðideildar
• Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Umhverfis- og byggingarverkfræðideitdar
• Sigurður S. Snorrason, forseti Líf- og umhverfisvísindadeildar
Fulttrúar stúdenta í stjóm á vormisseri 2009 voru Jón Ámi Helgason og Lovísa Ótöf
Guðmundsdóttir. Haustið 2009 voru þær Berglind Ósk Bergsdóttir og Sunna Björg
Reynisdóttir fulltrúar stúdenta.
Starfsmaður stjómar var Kristín Baldursdóttir rekstrarstjóri en Drífa Sigfúsdóttir tók
við af henni í febrúar.
Stefna og störf
Forsetar sviðs og deilda höfðu í mörg hom að títa á árinu. Gömlu verkfræðideildina og
raunvísindadeildina. samtats tíu skorir. þurfti að bræða saman íeitt svið með sex
deitdum. Finna þurfti sameiginlegt verktag og móta verkferli og regtugerðir eftir nýjum
veruleika. Samtímis varð stjórnin að takast á við niðurskurð og aðhald í fjármálum
sem feildi út þó nokkrar forsendur í stjórnkerfisbreytingunni. Þá taldi skólinn sér skytt.
í kjötfar efnahagshrunsins, að taka við þeim sem stóðu uppi atvinnulausir en vitdu
nýta tímann til að mennta sig betur: Yfir 180 nemendur skráðu sig í nám við Verk-
fræði- og náttúruvísindasvið á vormisseri 2009. Einnig sótti fjötdi manns um nám á
sviðinu á haustmánuðum og fjölgaði umsóknum við sviðið um 30% frá árinu 2008.
Viðfangsefnin á árinu voru því mörg og stór.
Starfsdagur kennara sviðsins var haldinn í Neskirkju 27. mars til þess að ræða gildi og
mögulega samvinnu nýju deildanna. Haukur Ingi Jónasson. lektor í Iðnaðarverkfræði-.
vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild, stýrði umræðum. Samstaða var um að megin-
gildi sviðsins væru frelsi, gleði. gæði og virðing. Annar starfsdagur var haldinn í fé-
lagsheimilinu Hlégarði í Mosfeltsbæ 24. ágúst. Þangað komu nærallirstarfsmenn og
ræddu stefnu og markmið sviðsins. Ámi Geirsson frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta stýrði
umræðum. Drífu Sigfúsdóttur. Þóru Margréti Pálsdóttur og Hauki Inga Jónassyni var
falið að skrifa stefnu fýrir sviðið út frá stefnu háskólans og öðrum gögnum sem fyrir
lágu og kynna drög að stefnu á vordögum 2010.
Á vormánuðum skipaði stjómin sjö nefndir sér til ráðuneytis: alþjóðanefnd (formaður
Bryndís Brandsdóttir), fjármátanefnd (formaður Kristín Vala Ragnarsdóttir). framhatds-
námsnefnd (formaður Sigurður Ertingsson), jafnréttisnefnd (formaður Brynhitdur Davíðs-
dóttir). kennslunefnd (formaður Helgi Þorbergsson). umhverfisnefnd (formaður Hrund Ó.
Andradóttir) og vísindanefnd (formaður Áslaug Geirsdóttir). Nefndimar fengu erindisbréf
tit að starfa eftir og eru fundargerðir þeirra aðgengitegar deildarmönnum í Uglu.
Ákveðið var að nota skammstöfunina VoN fyrir Verkfræði- og náttúruvísindasvið. Rit-
hátturinn helgast af því að ástæða þótti til að greina skammstöfunina frá nafnorðinu
..von , þótt sannarlega séu miktar vonir bundnar við nýja sviðið. Stafimir í þessari
skammstöfun eru þríhyrningur, hringur og ferhymingur. geometrísk form sem vet
geta verið ..logo" eða tákn sviðsins. Þá var ákveðið að nota styttingamar Ivt. Jvd. Lud.
Rtv. Rvd og Ub fyrir deitdimar.
Nemendum og kennurum hefur fjölgað jafnt og þétt og er tilfinnanlegur skortur á
húsrými fyrir kennslustofur og skrifstofur. Lítið rættist úr þeim málum á árinu að öðru
leyti en því að Líffræðistofnun flutti hluta starfsemi sinnará Aragötu 9.
Kynningarmál og viðburðir
Fréttabréf VoN hóf göngu sína á vormánuðum 2009. Það er í tölvutæku formi og er
sent til allra fastra starfsmanna. Fréttabréfið verður gefið út atlt að tvisvar á misseri.
222