Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Qupperneq 242
sóknum og rannsóknarsamstarfi deildarinnar. Doktorsrannsóknimar voru meðal
annars á sviði skipulagsmála, orkumála. straumfræði, vatnafræði, umferðaröryggis og
jarðskjálftaverkfræði. Greinar, sem birtar hafa verið úr doktorsrannsóknunum, má
finna á heimasíðu deildarinnar.
Rannsóknir
Rannsóknir í umhverfis- og byggingarverkfræði eru kraftmiklar og gerðar í miklu og
góðu samstarfi við bæði innlenda og ertenda háskóta. sem og fyrirtæki og stofnanir.
Undanfarin ár hafa rannsóknasjóðir á ístandi eflst mikið og fleiri aðilar komið inn á
þennan vettvang með skiputögðum hætti. Má þar nefna Orkurannsóknasjóð Lands-
virkjunar. Umhverfis- og orkurannsóknarsjóð Orkuveitu Reykjavíkur og Rannsókna-
sjóð Vegagerðarinnar sem og eflingu rannsóknasjóða Rannís en mörg rannsóknar-
verkefni deildarinnar eru styrkt af þessum sjóðum. Deildin leiðir verkefnið GEORG,
GEOthermal Research Group (www.georg.hi.is), sem er styrkt af Vísinda- og tækniráði
í gegnum Rannís og er samstarfsverkefni fjölmargra háskóla, stofnana og fyrirtækja,
inntendra og ertenda, á sviði jarðvarma. Deitdarfólk tók einnig þátt í umsóknum og
verkefnum í 7. rannsóknaráætlun ESB. Niðurstöður rannsókna eru birtar á ráðstefn-
um og í greinum og má sjá tista af birtum greinum í erlendum tímaritum á heimasíðu
deitdarinnar.
Brautskráðir stúdentar frá Umhverfis- og byggingarverkfræðideild 2009
Umhverfis- og byggingarverkfræði BS Karlar 10 Konur 7 17
Byggingarverkfræði MS 4 1 5
Umhverfis- og auðlindafræði MS 1 1 2
Samtals 15 9 24
Líffræðistofnun
Stjóm
Stjóm Líffræðistofnunar skipuðu Sigurður S. Snorrason prófessor. sem var formaður
stjómar, Eva Benediktsdóttir dósent, Guðmundur H. Guðmundsson prófessor,
Jörundur Svavarsson prófessor og Hlynur Bárðarsson, fulttrúi framhaldsnema.
Varamaður í stjóm var Sigríður H. Þorbjamardóttir sérfræðingur.
Starfslið
Atlir kennarar í fultu starfi við námsbraut í líffræði eru jafnframt starfsmenn Líffræði-
stofnunar. Fjöldi þessara starfa var óbreyttur frá árunum áður. alls 17.87 stöðugildi. Á
stofnuninni starfar einnig einn fastráðinn sérfræðingur, Sigríður H. Þorbjamardóttir
erfðafræðingur, og Stefán Á. Stefánsson tækjavörður.
Fjórir prófessorar emeriti. Guðmundur Eggertsson erfðafræðingur, Halldór Þormar
veirufræðingur, Agnar Ingótfsson vistfræðingur og Amþór Garðarsson dýrafræðingur
hafa starfsaðstöðu á stofnuninni. Einn nýr kennari kom til starfa við stofnunina á árinu.
Ingibjörg Svala Jónsdóttir ptöntuvistfræðingur, sem tók við starfi prófessors í vistfræði
sem Agnar Ingólfsson gegndi áður.
Á stofnuninni starfa að jafnaði nokkrir lausráðnir sérfræðingar, oftast nýdoktorar. sem
ráðnir eru tit að sinna sérstökum rannsóknarverkefnum til tengri eða skemmri tíma. Á
árinu voru þetta fimm manns sem störfuðu atlt árið eða hluta þess. Fjötdi framhaids-
nema stundar nám í líffræði (sjá umfjötlun um Líf- og umhverfisvísindadeitd) og hefur
meirihluti þeirra starfsaðstöðu í Öskju en hinir dvelja að hluta til á öðrum rannsóknar-
stofnunum eða í háskótum hér á landi eða ertendis. Nokkuð er um erlenda skipti-
nema sem vinna rannsóknarverkefni á stofnuninni. Tötuvert er um að líffræðinemar
séu í hlutastörfum við að aðstoða við rannsóknir. einkum yfir sumartímann.
Um árabii hefur Líffræðistofnun veitt tveim vísindamönnum frá öðrum stofnunum
rannsóknaraðstöðu. Þetta eru Ámi Einarsson, forstöðumaður Náttúrurannsókna-
stöðvarinnar við Mývatn, sem hefur haft starfsaðstöðu við stofnunina samkvæmt
sérstöku samkomutagi og Guðmundur V. Helgason. sérfræðingur við Rannsóknar-
setrið í Sandgerði. Þá hefur Brynhildur Davíðsdóttir. forstöðumaður þverfagiegrar
námsbrautar í umhverfis- og auðlindafræði, einnig aðstöðu við stofnunina.
240