Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Page 254
samverustunda með erlendu nemendunum sem fá tækifæri til að kynnast vel
landi og þjóð.
Útgáfa
Á árinu 2009 komu út tvær bækur á vegum Alþjóðamálastofnunar. Annars vegar
var það bókin „Through European Eyes'' í samstarfi við Háskóiaútgáfuna sem kom
út í apríl. Bókin inniheldur samantekt á nýlegum ræðum Alyson Bailes.
heimsþekkts fræðimanns á sviði öryggismála og aðjunkts við
Stjórnmálafræðideild Háskóla (slands. um alþjóðleg, evrópsk og norræn
öryggismál. I bókinni er einnig að finna valdar greinar eftir unga fræðimenn sem
Alyson hefur unnið með, þar á meðal tvo íslenska fræðimenn.
Þá var gefin út bókin „Inni eða úti? Aðildarviðræður við Evrópusambandið" í
samstarfi við Háskólaútgáfuna. í bókinni eru teknar saman upplýsingar um það
ferli sem fer í gang er ríki sækir um aðild að Evrópusambandinu og um þann
lærdóm sem draga má af fyrri stækkunarlotum sambandsins. Höfundurinn.
Auðunn Arnórsson. hefur bæði sem stjórnmálafræðingur og blaðamaður sérhæft
sig í Evrópumálum og miðlun þekkingar um þau.
Að auki gefur Rannsóknasetur um smáríki út ritröð en tvö ný fræðirit litu dagsins
Ijós árið 2009. í fyrsta lagi kom út grein eftir Anton Bebler, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskólann í Ljúbljana í Slóveníu. sem ber heitið „A Smatl
Member State and the European Union" s Security Policy'. Þá var gefin út grein
eftir Alyson J.K. Bailes. aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Islands. á
haustmánuðum undir heitinu „Does a Small State Need a Strategy?". í ritstjórn
ritraðarinnar sitja sjö virtir fræðimenn á sviði smáríkjarannsókna. þau Anders
Wivel frá Kaupmannahafnarháskóla. Annica Kronsell frá Háskólanum í Lundi.
Cliver Archer (sem er ritstjóri ritraðarinnar). Neill Nugent frá Manchester
Metropolitan háskóla, Iver B. Neumann frá norsku Alþjóðamálastofnuninni
(NUPI). Lee Miles frá Liverpool-háskóla og Richard T. Griffiths frá Háskólanum í
Leiden í Hollandi.
Önnur verkefni
Stofnanirnar sinntu að vanda fjölbreyttum verkefnum á árinu. Rannsóknasetur
um smáríki rak sinn árlega sumarskóla með 24 nemendum og 10 kennurum
hvaðanæva úr Evrópu. Þá var fjöldi málstofa og ráðstefna haldinn á árinu. en í
heildina stóðu stofnanirnar fyrir 27 opnum viðburðum á árinu 2009
• 29. janúar: Fyrsti fundur fundaraðar Alþjóðamálastofnunar: Staða
smáríkja í Evrópu. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor og Clive
Archer frá Manchester Metropotitan University.
• 29. og 30. janúar: Security Prospects in the High North: Geostrategic thaw
or freeze? Málstofa í samvinnu við NATO Defence College í Róm.
• 4. febrúar: President Obama and Congress in 2009. James A. Thurber.
prófessor við American University í Washington D.C.
• 12. febrúar: Norðurlandasamstarf og samvinna Norðurlanda á
alþjóðavettvangi. Alyson Bailes, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild,
Gunnhildur Lilý Magnúsdóttir. stundakennari við Háskólann í Lundi, og
Elisabeth Johansson-Nogués. fræðimaður við Utrikespolitiska Institutet í
Stokkhólmi.
• 26. febrúar: Efnahagslegt öryggi smáríkja. Rainer Kattel,
stjórnmálafræðiprófessor við Tallinn University of Technology í Eistlandi.
Gylfi Zoéga. prófessor við hagfræðideild Háskóla íslands, og Jónas H.
Haralz. hagfræðingur og fyrrverandi bankastjóri.
• 6. mars: Möguleikar fyrir smáríki á sviði varnar- og öryggismála. Jean-
Marc Rickli. fræðimaður við Háskólann í Genf.
• 12. mars: Sveitarfélögin og ESB: Felast tækifæri í Evrópusambandsaðild?
Anna Guðrún Björnsdóttir. sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs Sambands
íslenskra sveitarfélaga, og Anna Karlsdóttir, lektor í landfræði og
ferðamálafræði við Háskóla Islands.
• 26. mars: Samningatækni og samningahegðun ríkja. Pavel Telicka.
aðalsamningamaðurTékklands í aðildarviðræðum við ESB, og Silja Bára
Ómarsdóttir, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla íslands.
• 2. apríl: Reynsla Finnlands af myntsamstarfi ESB. Ilka Mytty,
fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu.
• 16. apríL Áhrif Evrópusambandsaðildar á landbúnaðar- og byggðamál.
John Bensted-Smith. framkvæmdastjóri landbúnaðarmála hjá
Evrópusambandinu. og Yves Madre. landbúnaðarfutltrúi frönsku
fastanefndarinnar gagnvart ESB.
252