Árbók Háskóla Íslands - 31.12.2009, Page 270
Rannsóknir og kynning
Starfsemi RMA 2009 varðaði gagnvirknirannsóknir og trúarbragðafræði (sjá
neðar) ásamt áframhaldandi rannsóknum sem unnar eru í formlegu samstarfi
við rannsóknaaðila í BNA varðandi blekkingar í mannlegum samskiptum
(detection of deception in human social interactions). Þetta þriggja ára National
Science Foundation verkefni er unnið í samstarfi milli bandarískra háskóta (The
University of Chicago. Rutgers University. University of Pittsburg. Michigan State
University og Univeristy of Arizona). bresks háskóla (Imperical College London),
þýsks háskóla (Cologne-háskóla) og Háskóla íslands. Magnús S. Magnússon er í
þessu sambandi aðferðafræðilegur ráðgjafi Chicago-háskóla en nálgun hans
hefur þar verið beitt undanfarin 30 ár og hélt hann áfram kynningu og beitingu
þeirrar nálgunar á árinu þar og við Arizona-háskóla sem leiðir umrætt NSF-
verkefni.
Formlegu samstarfi var haldið áfram við rannsóknahópa í atferlislíffræði og
sátarfræði við 13 ertenda háskóla, sem einnig hafa tekið upp formgerðartíkan og
greiningaraðferðir sem þróaðar hafa verið hjá Rannsóknastofu um mannlegt
atferti varðandi tímalega formgerð atfertis og gagnvirkni. Samstarf við rann-
sóknahópa í geðlæknisfræði og taugalífeðtisfræði við tvo bandaríska háskóta
(University of Catifornia, Irvine og University of lllinois. Chicago) var einnig styrkt,
m.a. með fyrirlestri MSM við UCI.
Áframhald varð á framlagi Rannsóknastofu um mannlegt atferli til trúarbragða-
fræða með fyrirlestri forstöðumanns við árlega ráðstefnu Society for the Scientific
Study of Religion í Denver í október 2009. Fyrirlesturinn nefndist: „Religion as a
biotogical phenomenon: Analogous patterns and functions in religious behavior
and DNA". Bók með kafla eftir Magnús S. Magnússon um svipað efni kom út á
árinu: „The Biology of Religious Behavior: The Evolution of Retigion and Faith".
Útgefandi Praeger, 2009.
Samstarf heldur áfram við Babraham Institute (University of Cambridge) í Bret-
tandi (http://en.wikipedia.org/wiki/Babraham_lnstitute) um rannsóknirá gagn-
virknimynstrum taugafruma í heitatauganetum.
Guðberg K. Jónsson vann að innlendu og erlendu rannsóknasamstarfi á vegum
RMA þarsem ofangreindri nálgun er beitt. m.a. þrjú verkefni styrkt af Rannís,
forverkefni um greiningu á viðskipta- og fjármálafertum í samstarfi við Lands-
banka ístands, forverkefni um greiningu viðhorfsbreytinga hjá notendum
afmarkaðra svæða á Netinu í tengslum við ytri breytur, og þriggja ára verkefni í
samstarfi við Hafrannsóknastofnun. Stjörnu-Odda, HA og RU um kvörðun
sjávarfatlalíkans og atferlisgreiningu á þorski. Guðberg kenndi einnig námskeið á
árinu fyrir hönd RMA, m.a. við Milano Bicocca háskóla, Parísarháskóta og
Barcelona-háskóla.
Rannsóknarstofan fékk boð um að sækja um verkefnastyrk í COST-áættunina
vegna fjölþjóðlegs verkefnis: MASP - Methods for the Analysis of Spatio-Temporal
Patterns.
Rannsóknastofa um mannlegt atferli (Human Behavior Laboratory. HBL) hefur
aðsetur í Háskótabíói v/Hagatorg. IS-107 Reykjavík. Heimasíða: www.hbt.hi.is.
Rannsóknastöðin í Sandgerði
Rannsóknastöðin var sett á laggirnar 1992 til að þjóna rannsóknarverkefninu
„Botndýr á [slandsmiðum" (BIOICE). Rannsóknarverkefnið er unnið á vegum
umhverfisráðuneytisins í samvinnu Hafrannsóknastofnunarinnar, Náttúrufræði-
stofnunar íslands og Líffræðistofnunar háskólans. í samstarfi við Sandgerðisbæ
og fjölda erlendra sérfræðinga og stofnana víða um heim. Hlutverk stöðvarinnar
er að flokka og greina sýni BIOICE-verkefnisins í helstu fylkingar og flokka dýra-
ríkisins til að auðvelda nánari greiningu þeirra og veita ertendum samstarfs-
mönnum aðstöðu til rannsókna.
[ Rannsóknastöðinni unnu á árinu 2009 níu rannsóknamenn í rúmum sjö
stöðugildum. Þeir sáu um að ftokka botndýr sem söfnuðust í rannsóknarverk-
efninu „Botndýr á (slandsmiðum" (BIOICE). auk þess að sinna öðrum tilfallandi
verkefnum fyrir Hafrannsóknastofnunina. Líffræðistofnun háskólans og Náttúru-
fræðistofnun ístands. Einnig voru flokkuð sýni úr Barentshafi fyrir norska
rannsóknarverkefnið Mareano.
268