Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Side 4
178
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
senn, bæði samkvæmt merkingu orðsins, og svo fylgdi því
sá kostur, að það hefði ekki breytst, þótt andstæða
þess, hugtakið „skilgetinnu, hefði orðið fyrir einhverri breyt-
ingu. En Alþingi gerði hugtakið jákvætt, og kemur það
væntanlega ekki að ógagni, meðan bæði hugtökin haldast
óbi’eytt, enda ætlaðist Alþingi ekki til þess, að gerð væri
nein raunveruleg breyting á afstöðu lmgtakanna.
Móðir óskilgetins barns hefir yfirleitt sarna rétt yfir
barni sinu og sömu skyldur gagnvart því, sem foreldri
hefir yfir og gagnvart skilgetnu barni sínu, 32. gr. utan-
hjónabandsbarnalaganna, sbr. þó 34. gr., sem felur skóla-
og fræðslunefndum sérstaka umsjá nreð uppeldi óskilget-
inna barna. Móðirin er í fyrirsvari fyrir barnið, gegn al-
mannavaldinu, um framfærslu og uppeldi barnsins. Að
þessu leyti og yfirleitt er afstaða móður og óskilgetins
barns söm og áður var. Þó er sú breyting á orðin, að svo-
kallað hórbarn erfir óskilfengna móður og móðurfrændur
og þau barnið, enda skiftir það, samk''T. 2. gr., yfir höfuð
ekki framar máli, þótt foreldri óskilgetins barns sé gift
fyrir. „Hórbörnu eru þannig úr sögunni, og ekki of snemma.
I 2. kap. laganna eru nokkur nýmæli um feðrun
óskilgetins barns og um mál til meðlagsgreiðslu af hendi
karlínanns. Aður var það a. m. k. vafasamt, bvort aðrir
gætu höfðað barnsfaðernismál en barnsmóðirin. En samkv.
5. gr. geta það nú aðrir lögmæltir framfærslumenn barns-
ins, stjúpforeldri og kjörforeldri, og svo framfærslusveit,
hafi þeir eða sveitin tekið við barninu til framfærslu.
Áður varð faðernismál ekki höfðað fyrr en eftir fæð-
ingu barnsins. En samkv. 6. gr. getur barnsmóðirin —
þar á móti ekki aðrir framfærslumenn — nú liöfðað slíkt
mál, sé 6 mánuðir liðnir frá getnaði, fósturs, að vitni þjón-
andi læknis eða Ijósmóður. Er þetta heimilað til þess að
barnsmóðir geti fengið styrk á erfiðum tíma fyrir hana
og afleiðingaríkum fyrir fóstrið og barnið.
A hinn bóginn varð barnsfaðernismál heldur ekki