Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 5
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
179
höfðað eftir lát þess, sem barnið var kent. En eftir 7. gr.
má höfða faðernismál gegn búi manns, skiftaráðanda,
skiftastjóra eða erfingjum. Svo má og höfða slíkt, mál
gegn horfnum manni og manni, sem farinn er af landi
burt, og þá eftir opinbern'i stefnu, á síðasta varnarþingi
mannsins.
Barnsmóðir verður að höfða málið innan árs frá fæð-
ingu barnsins og aðrir framfærslumenn, þar með talin
framfærslusveit, innan árs frá því þeir tóku barnið til
framfærslu, nema stjórnarráðið hafi lengt, frestinn af sér-
stökum ástæðum, 8. gr.
Dómaranum eru í 12. gr. fengin miklu áhrifameiri
tök á málinu en áður var. Hann á af sjálfsdáðum að afla
allra fáanlegra upplýsinga um faðerni barnsins, þar á
meðal sérstaklega skýrslu barnsmóður, læknis eða ljós-
móður og þess manns, sem barnið er kent, enda getur
hann jafnvel látið sækja barnsmóður og stefnda með valdi
til yfirheyrslu, og þvingað þau til að svara spurningum
sínum með þingvítisbótum, barnsmóður þó því að eins, að
hún sé elcki sækjandi málsins. Sé hún það, en sæki annað-
hvort ekki þing eða neiti að svara spurningum dómarans,
verður málinu frávísað. Það talið nægilegt aðhald að henni.
Barngetnaður, ekki síst utanhjónabands, er þess eðlis,
að hann verður sárasjaldan sannaður á karlmanninn, svo
að örugt sé, með öðrum sönnunargögnum en játningu
mannsins. Játi karlmaður samförum við kvennmann á
barngæfum tíma eða sannist þær á hann gegn neitun hans
og sé ekki ástæða til að ætla, að konan hafi haft sam-
farir við aðra karlmenn á sama tíma, þá verður maður-
inn umsvifalaust dæmdur faðir barnsins, 14. gr.
Sé hins vegar hvorugu til að dreifa, er annaðhvort
að gera, að sýkna manninn eða láta úrslit málsins velta
á eiði annarshvors aðilja.
Áður var karlmanninum, er svo stóð á, langoftast dæmd-
ur synjunareiður samkvæmt N. L. 6.13.5., eiðurinn heimil-
aður manninum, jafnvel gegn allsterkum líkum barnsmóður.
Var þannig lagt á vald mannsins, að losna undan öllum
12*