Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 15
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
189
þeirri upphæð, er henni kynni að hafa verið úrskurðuð
samkvæmt 29. gr. sem framfærslustyrkur, 2. mgr. 30. gr.
Barnsmóöir á aðgang að dvalarsveit hæði um fram-
færslustyrkinn samkvæmt 29. gr. og um framfærslu- og
hjúkrunarstyrkinn samkvæmt 30. gr., en verður þó að
ganga eftir hvorumtveggja styrknum innan 6 mánaða frá
því að hún varð heil.
Eins og getur að framan, er móðir öskilgetins barns
aðalaðili um framfærslu og uppeldi barnsins og í fyrir-
svari fyrir það í þessum efnum. En af þessu leiðir, að hún
verður að hafa- tök á að konra þessum skyldum sínnm í
framkvæmd, hún verður að hafa rétt til að ráða barninu
meðan framfærslu- og uppeldisskyldan hvílir á henni eða
meðan barnið er á ómagaaldri, enda hefir hún foreldra-
vald ytír barninu að lögum. Samkv. 3. gr. lögræðislag-
anna nr. 60/1917 ræður móðir óskilgetnu barni. Þessari
meginreglu er og haldið í 1. mgr. 32. gr. utanhjónabands-
barnalaganna: „Móðir óskilgetins ósjálfráðs barns hefir
jafnan rétt og foreldri skilgetins barns til þess að hafa
barn sitt hjá sér og ráða því að öðru leyti,“ þó með áður-
nefndum viðbæti samkv. 34. gr.
Faðir barnsins á þvi að eins rétt á að fá umráð yfir
barninu, að móðir þess andist, fari alfarin af landi burt
eða teljist óhæf, að dómi valdsmanns með ráði sóknar-
prests og héraðslæknis, til að ala barnið upp og að
hann auk þess annaðhvoi’t skilgeri barnið samkv. 38. gr.
eða þinglýsi því, 33. gr. Þó getur stjórnari’áðið leyft fóst-
urforeldri þinglýsts barns að halda barninu áfram.
Eftir 3ö. sbr. 44. gr. utanhjónabandsbai’nalaganna
erfa öll óskilgetin börn, liórbörn eklci síður en önnur,
sem fædd eru 10 mánuðum þrítugnættum eftir 1. Janúar
1922, föður og föðurfiændur og faðir og föðurfrændur
börnin, svo framai’lega sem faðirinn hefir annaðhvoi’t
gengist við barninu fyrir presti eða valdsmanni og þeir
bókað játninguna eða lxann játað faðerninu bi’éflega og