Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 21

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 21
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 195 fæst úr búinu til framfærslu barnsins, kemur annaðhvort ekki til kasta framfærslusveitar hans eða hún fær frarn- lög sín endurgreidd. Nú fæst ekki nægilegt úr búinu, ann- aðlivort vegna þess, að eftirlátið fé var ekki svo mikið eða framfærslufúlga hins óskilgetna barns takmarkaðist við arftöku skilgetinna barna, mun þó meðlagið verða greitt af fúlgunni svo lengi hún tilvinst, en framfæi'slusveit föð- ur verða að taka við síðan. Ef ekkja situr í óskiftu búi ber henni að svara með- laginu árlega, nema valdsmaður úrskurði, að hún skuli sökum breytti’a ástæðna hennar laus við að greiða það að nokkru eða öliu leyti, og kemur þá til kasta framfærslu- sveitar með það af meðlaginu, sem áskortir meðal-meðgjöf. Ef barnsfaðir lætur ekkert eftir sig, verður framfærslu- sveit að greiða fult meðal-meðlag. Ef barnsfaðir á elcki framfærslurétt hér á landi og víkur héðan án þess að eftirláta eignir en barnsmóðirin hefir meðlagsúrskurð í höndum, þá er spurningin hvernig fer um framfærslueyi’i þann, er föðurnum ber að greiða. Dvalarsveit móður er nú skylt að greiða henni meðlagið, meðal-meðlag, hversu sem tiltekst um endurgreiðslu með- lagsins frá framfærslusveit föðurins. Ef ekki er um danska eða færeyska framfærslusveit að ræða má búast við, að dvalarsveit barnsmóður fái ekki meðlagið endurgreitt þaðan. En hinsvegar getur það ekki komið til mála, að dvalarsveit barnsmóður eigi að bera meðlagið, og virðist því ekki nema um tvent að velja, að móðirin ein eða framfærslusveit hennar kosti uppeldi barnsins á sama hátt og um ófeðrað barn væri að ræða eða um framfærslu barnsins af föðurins hálfu verði beitt með lögjöfnuði 2. mgr. 44. gr. fátækralaganna þannig, að framlag dvalai’- sveitar barnsmóður verði henni endurgreitt úr landssjóði. Virðist þessi leiðin líklegri en annars skortir bein laga- ákvæði um þetta atriði. Á meðan liinn útlendi barnsfaðir dvelur hér á landi fer um endurgreiðslu framlags dvalarsveitar barnsmóður svo sem 1. mgr. 44. gr. fátækralaganna mælir fyrir. Ef 13*

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.