Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Qupperneq 31
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 205
þeir sem mestu ráða hér um löggjafarmál láti þetta mál
til sín taka.
1. kapítuli laganna, §§ 1—9, er um samningsgjörð. Er
í 1. gr. mælt svo fyrir að tilboð um samningsgjörð og
svar við slíku tilboði skuli vera skuldbindandi fyrir þann
er tilboðið gjörði eða svarið gaf. Er með þessu lögfest
„loforðsreglan“ svonefnda þ. e. sú meginregla að loforðið
eitt út af fyrir sig nægi til að binda loforðsgjafíi, þó eigi
sé það samþykt. Sú regla var áður talin gilda á Norður-
löndum og talin er hún gilda hér og styðst það við á-
kvæði ob. 25. jan. 1820. 2. og 3. gr. eru um samþykkis-
frest. Sé ákveðinn frestur settur til samþykkis er nóg að
samþykkið sé komið til tilboðsgjafa áður en fresturinn er
liðinn, hann þarf því ekki að hafa kynnt sér það innan
frestsins. Sé tilboð gjört í bréfi eða símskeyti og ákveð-
inn frestur settur til samþykkis, telst fresturinn frá dag-
setningardegi bréfsins eða þeim tíma dags er símskeytið
er afhent til sendingar. Sé enginn frestur settur í tilboð-
inu skal samþykkja það strax sé það munnlegt. En sé það
gjört í bréfi eða símskeyti skal samþykki koma til til-
boðsgjafa innan þess tíma er hann mátti telja hæfilegan
er hann sendi tilboðið, og skal þá gjört ráð fyrir að til-
boðinu seinki ekki á leiðinni, að samþykkjandi hafi hæfi-
legan umhugsunarfrest og að svari hans seinki ekki á leið-
inni. Sé tilboðið gjört með símskeyti slcal svarið sent með
sama hætti eða svo að það komist jafn fljótt til viðtak-
anda, seni það kæmist ef það væri sent með símskeyti.
Komi samþykki of seint telst það nýtt tilboð, nerna því
að eins að samþykkjandi hafi mátt ætla að það kæmi
nógu snennna. Er svo er ástatt, verður viðtakandi að til-
kynna samþykkjanda að svarið liafl komið ol' seint ella
telst samningur gjörður með aðilum, 4. gr. Tilboð, sem
hafnað er, er þar með fallið úr gildi, þó samþykkisfrest-
urinn sé þó eigi enn liðinn, 5. gr. Ef svar hljóðar sem
samþykki, en er að efni til í ósamræmi við tilboðið, þá
telst það neitun á tilboðinu og jafnframt nýtt tilboð. Þetta
gildir þó eigi ef viðtakandi svarsins má sjá að sendandi