Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 38

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 38
212 Timarit lögfræðinga og hagfræðinga. tæk og staðgóð; elja hans og iðni sjaldgæf, og vandvirkn in óvenjuleg; hann lét ekkert það ógjört, sem hann taldi skyldu sína að gjöra, og aldrei frestaði liann til morguns að gjöra það, sem hann gat gjört i dag. Þetta getur sá vottað af eigin reynslu og þekkingu, sem skrifar þessar línur. H. D. var dómari alla sína embættistíð, enda lét hon- • um dómarastarfið mjög vel; líklega hefur hann dæmt um æfina fleiri dóiha, en nokkur annar hérlendur embættis- maður, því að í iteykjavík liafa málaferli verið mjög tíð öll síðustu 40 árin, þótt þeim liafi farið fjölgandi ár frá ári. Dómar hans voru skýrir og glöggir, yfirleitt mjög tæmandi, hugsunin rétt (logisk) og orðfærið ijóst. Hann var mjög vel að sér í lögum, og hélt lagaþekkingunni við með kostgæfni, las stöðugt erlend (dönsk) fræðirit í lög- um og dómasöfn. Hann var vissulega svo út búinn bæði frá náttúrunnar hendi og fyrir eigin ástundan og elju, að hann gat með hinni mestu sæmd setið í hinum æðsta dómarasessi. Arin, sem H. D. var bæjarfógeti í Reykjavík, voru uppgangsár og vaxtarár þessa bæjar, en jafnframt óx og embætti hans jafnt og þétt, og það má segja að það hafi vaxið honum yfir höfuð; hann var kröfuharður við sjálfan sig. og vann svo að kalla nótt og dag hin siðustu árin, enda kom það þá í ljós að hann hafði boðið sér of mikið; því að heilsan bilaði algjörlega 2 síðustu árin sem liann var bæjarfógeti, og var engu um að kenna öðru en of mikilli vinnu. Honum var þá innanhandar að taka lausn frá embætti með hæstu eftirlaunum, sein þá þektust (6000 kr.), þvi að eg veit að honum var boðið læknisvottorð, ef hann vildi snúast að því að taka lausn frá embætti. En hann var þá að eins 53 ára, vonaði að heilsan kynni að batna, ef hann kæmist í hægra embætti, þótti ómann- legt (— svo sagði hann við mig —) að fara á eftirlaun eigi eldri en hann var, og fyrir því réði hann það af, að taka yfirdómaraembættið, þótt, launin við það væru árlega 2500 kr. lægri, en eftirlaun þau, sem honum þá var í lófa

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.