Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Qupperneq 47

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Qupperneq 47
Tímarit lögfrœðinga og hagfræðinga. 221 beygjanlegar á alla vegu eftir þörfum lífsins, eptir kring- umstæðunum. Hann missir ekki sjónir á því hvað réttin- um er ætlað að vinna, hann hefir glöggar gætur á breyt- ingum þeim sem á aðstæðunum verða og sveigir reglurn- ar fimlega eftir þeim. Aðalreglurnar koma með undan- tekningunum, og svo fylgja undantekningunum aptur und- antekningar frá þeim og svo koll af kolli eptir því sem atvikin breytast. Kröfurétturinn er ef til vill örðugasta grein lögfræðinnar, því margbreytnin er þar svo mikil, og hér á Norðurlöndum bætist það við að hann er minna lög- ákveðinn en nokkur önnur grein réttarins. Því meira þrek- virki er það að sernja slíkt lieildarrit sem kröfuréttur Las- sens er. En. þó hefir einmitt þetta máske átt sinn þátt í því að kröfuréttur 1 .assens vai’ð það sem hann er. Lassen sagði svo sjálfur, í kveðjuræðu. þeirri er hann hélt á liá- skólanum í síðustu kenslustund sinni 14. des. 1917, og prentuð er í Ugeskrift for Retsvæsen 1918, bls. 17—18, að þegar hann tók að fást við kröfuréttinn hafi sér ekki verið það fyrir mestu, að koma með sínar eigin skoðanir, held- ur hitt, hvaða reglur giltu í landinu. Þar sem þær aðeins að litlu leyti voru lögfestar, þurfti því að flnna eptir livaða reglum menn fóru í viðskiptunum sín á milli. Þær segist hann hafa lesið út úr dómasöfnunum. Þann rétt, er hann fann þar, segist hann liafa kent, en ekki rétt, sem hann hafi smíðað sjálfur, og sér hafi því gramist er menn sögðu: „.lulius Lassen mener“ þetta eða hitt. En livaða réttur get- ur verið meira lífandi, meira í samræmi við þarfir lífsins, en sá réttur, sem dómstólarnir skapa, er þeir, óbundnir af settum lögum, og með ailar aðstæður hins einstaka tilviks fyrir augum, eiga að finna hver úrslit séu réttust á málinu. Lassen mundi því hafa sagt að það, hve reglur þær, er hann lýsir i kröfurétti sínum, laga sig vel eftir þörfum lífsins, væri ekki sér að þakka, heldur dönskum rétti, og má það sjálfsagt að sumu leyti til sanns vegar færast, enda er það alment viðurkent að norrænn kröfu- réttur hefir það fram yfir kröfurétt margra annara þjóða, að hann ei’ óbundnari og getur betur lagað sig eptir at-

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.