Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Side 49
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 223
þær öskir uppfyltar og hann mun líka að öðru leyti
hafa verið gæfumaður. Hann vann sér það að vera tal-
inn einn af allra fremstu mönnunum í sinni fræðigrein. Og
það sem meira var umvert, hann einn liinn best metni
maður þjóðar sinnar og allir litu upp til hans með virð-
ingu. I samsæti sem honum var haldið lögfræðingafélagi
einu í I-löfn 1906, á 25 ára prófessorsafmæli hans, var
sungið gamankvæði þar sem drepið var á ýmsar ávirð-
ingar í opinberum málum í Danmörku og var viðlagið
jafrtan: Det vilde Julius Lassen aldrig have gjort. Varð
umtal um þetta í blöðunum og kvæðið prentað þar, því
einhverjir stjórnmálamenn, er í samsætinu voru, liöfðu
firrst. En eg'tel engan vafa á því, að kvæðið hafi þótt sann-
mæli að því er til heiðursgestsins tók, því allir vissu að
Julius Lassen var vammlaus maður og vítalaus. 0. L.
Bókafregn.
Bankpolitík af dr. Axel Nielsen, Professor ved Köben-
havns Universitet.
Förste Del: Beskrivelser, Köbenhavn 1923.
Um aldamótin kom út Bankpolitík eftir prófessor William
Scharling. Var ]>að fyrsta handbók í bankafræði, er út kom á
Norðurlöndum og var hún mikið notuð sem kenslubók við há-
skólana þar. Var hún þýdd á þýsku og einnig notuð
talsvert við þýska háskóla. Eins og gefur að skilja er bók próf.
Scharlings orðin að ýmsu leyti úrelt og hefir lengi verið þörf
á nýrri handbók í bankafræði. Nii hefir dr. polit- Axel Nielsen,
sem er eftirmaður próf. Scharlings við Kaupmannahafnarháskóla,
bætt úr þessu og er nýkomið út fyrra bindið af bók hans um
bankafræði. í þessu útkomna bindi, sem liann nefnir „Beslcri-
velsen“, er lýst bankamálunum, vexti þeirra og viðgangi, í
hinum ýmsu löndum, en í síðara bindinu, sem liann nefnir
„La;ren“, verður skýrt frá kenningum þeim, setn fram liafa
komið í bankafræðinni og afstöðu höfundarins til þeirra.
í bankalýsingu sinni bindur höf. sig ekki við seðlabank-
ana eingöngu, eins og fyrirrennari hans gerði, heldur lýsir hann