Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 8
4
brúkun og feyskju“. Það er sennilegt, að skógarnir í
Bárðardalnum liafi verið að fúna og ganga til þurðar
um það leyti sem jarðabókin var gerð, því að ávalt
hafa skógarnir í landinu verið að minka og eyðileggjast
síðan landið bygðist, og þess vegna er svo lítið eptir
af þeim. En þess verður þó að gæta, að eigi má fara
bókstaflega eptir því, hvernig jörðunum er lýst í jarða-
bók Árna. Kostir og ókostir jarðanna eru taldir svo
sem ábúendurnir hafa lýst þeim, en þess má sjá mörg
og greinileg merki, að flestir hafa af ásettu ráði gert
lítið úr öllum kostum, en mikið úr öllum ókostum,
skemdum og eyðileggingum. Vjer vitum um margar
jarðir, að þær hafa um margar aldir hlotið að vera lík-
ar því sem þær eru enn, og þar er nálega alstaðar gert
lítið úr kostunum, en mikið úr ókostunum. Um ýmsar
jarðir, er ávalt hafa hlotið að vera ágætar slægnajarðir,
er sagt að slægjur sje þar „bjarglega/ru, eða „nœgilegaru
þegar bezt lætur, en venjulega fylgja þá einhverjir ó-
kostir með, svo sem að engjarnar sje blautar, hey-
flutningurinn erfiður o. s. frv. Eptir þessu er öllu öðru
lýst, og orðalagið ber vott um viðleitni til þess að láta
bera sem mest á öllum ókostum. Þar sem ætla má, að
skógarnir hafl verið einna stórvaxnastir og í mestum
blóma, er þó gert fremur lítið úr þeim. Það má því
telja víst, að skógarnir hafi víðast verið í nokkru meira
blóma en þeir sýnast hafa verið eptir lýsingunni í jarða-
bókinni. Sumstaðar hafa án efa verið blómlegir skógar
þar sem þeim er svo lýst í jarðabókiuni sem þeir hafi
verið smávaxnir og lítilsháttar. í jarðabókinni hlýtur
að gilda sama um skógana sem um alla aðra kosti
jarðanna, en það getum vjer sjeð með fullri vissu um
slægjur, beitarland og fleiri kosti sumra jarða, að svo
lítið er gert úr þeim, að það er fjarri öllum sannind-