Búnaðarrit - 01.01.1894, Qupperneq 102
98
þvag, og hafi ekki þegar þrautir allmiklar, þá, byrjast
meðferðin á því, að setja konum nokkrum sinnum, og
það þjett, volgar stólpípur, með olíu eða lýsi saman við
vatnið, eða mýóZZcwr-stólpípu. Þær miða til að sefa verk-
inn, sem líka lina krampaherping, sem vera kann í
blöðruhálsinum, og verma blöðruna og mýkja jafnframt,
með því hún er svo náin endaþarminum; hafi ekki pípurn-
ar eptiræsktar verkanir og eigi heldur heitir „balcstrar“
milli apturfótanna, er maður líka reynir þá, eru það
margir sem til þess ráða, að maka nýju sauðataði utan
um fætur hestsins og alt upp að kvið hans, eða grafa
hann niður í taðbyng, og það helzt ef hiti nokkur væri
þar í, — stækindis-gufan kvað verka krampasefandi —;
um klukkutíma skal gripurinn þannig standa, og því
næst þekjast vel. Jafnframt þessum tilraunum skal við-
hafa núning, bæði um kvið og hrygginn aptan til, og
svo fara með olíuborna hendi inn í þarmaganginn og
með hægð ýta á blöðruna. Gott er og að hreyfa grip-
inn af og til, þó skal það als ekki gera, ef hann stöð-
ugt vill standa með mjög gleiðar apturfætur og kryppu
upp úr baki, því þá þolir blaðran enga hreyfing, sama
er og ef merki eru til innvortis bólgu í þvagfærunum.
Dugi engar þessar tiiraunir, þarf nú að taka til hand-
og verkfæra-hjálpar, svo sem pípu til að tæma þvagið
úr blöðrunni, tanga, gerðra til að merja sundur blöðru-
steininn, eða með slcurði að ná honum eða þeim burtu,
en slíkt er ekki viðvaninga meðfæri. En þetta mun þó
óbrigðulast verða, ef hinar fyrri tilraunir, og svo þrýst-
ing með hendinni á blöðruna, megna ekki að bæta. En
sje nú verkfærahjálp enga að fá, heldur maður samt
áfram með hinar fyrri tilraunir, svo' sem núninginn,
og ef hinar volgu pípur ekkert gera, þá skal hætta
þeim, en ausa þá duglega ltoldu vatni yfir lendar og