Búnaðarrit - 01.01.1894, Síða 108
104
ins (Tacnia), sem þroskazt í þörmum hundsins, og smám
saman gengur frá honum, eða partar hans, fyltir eggj-
um, og lendir þá bæði í grasi og lieyi, og nær með því
að komast í innýfli sauðkindanna, og þaðan til heil-
ans, þar sem úr honum eða egginu verður hinn svonefndi
blöðruormur (Kvæse), eða það sem við nefnum „8ull“,
sem gagnstætt bandorminum aldrei Iifir í þörmum skepn-
anna, heldur víða annarstaðar í líkamanum, en sem
fljótlega, er hann lendir í maga hundsins, verður apt-
ur að bendilormi í görnum hans. Áður en þessi upp-
götvun var gerð, bjuggu menn sjer til, að kvilli þessi or-
sakaðist af ýmsum öðrum skaðlegum áhrifum, sem skepn-
an mætti, og enda væri arfgengur, sem als ekki getur
nú álitizt svo að vera, fyrst hin er orsökin. Þessi hin
skaðlegu bendilorma egg geta og auðvitað á líkan hátt
náð til að komast í líkama nautgripa, en að þeir miklu
sjaldnar sýkjast af höfuðsóttar kvillanum, og valla aldr-
ei annað en ungviðin, ætla menn að liggi i því, að
bygging innyfla þeirra er öll sterkari en sauðkinda, eða
þjettari fyrir, svo yrmlingar bendilormaeggjanna ná ekki
að brjótast gegnum þau, og á sama hátt verður það
skiijanlegt hversvegna öllu ungviði bæði af sauðfje
(lömbum og veturgömlu) og nautgripum er hættara við
kvillanum en eldri skepnum, sem tiltölulega miklu sjaldn-
ar fá hann. í annan stað, bíta nautgripir aldrei grasið
eins nærri rótinni og sauðfjeð, en þar er helzt von
bendilormaeggjanna eða yrmlinga þeirra. Að veikin
er mismunandi opt að afli hjá kindunum, kemur sum-
part af því, að miklu meira af hinum skaðlegu eggjum
hefur náð að komast í blóðið, og með því til heila sumra
en annara, og fer ákafi sjúkdómseinkennanna þá eptir
því; því sje sullurinn að eins lítill mjög, eða ef fleiri
eru, mjög smáir allir, þá eru öll einkenni vægari, sem