Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 7
BÚNAÐARRIT.
o
synlegar eru til þess, að vér getum komist sem allra
lengst í þessu efni, munu, þegar reynsia fer að fást um
þýðingu hentugra vinnuáhalda hér á landi, mæla með sér
sjálfar og verða álitnar eðlilegar og sjálfsagðar, þegar verk-
færanolkunin einu sinni er komiu á rekspölinn. Hér
er um verulegt nauðsynjamál að ræða, sem þarf íhug-
unar og stuðnings ailra þeirra, sem vinna vilja að fram-
förum í búnaði vorum.
Á ferð minni um Norðuriönd síðastliðinn vetur reyndi
eg að kynnast sem bezt búnaðaráhöldum þeim, sem þar
eru alment notuð og likur eru til, að hér gætu að haldi
komið, og leita fyrir mér um nauðsynlegar breytingar á
þeim áhöldum, sem breyta þyrfti til þess að þau gætu orðið
hér að notum. Ennfremur aflaði eg mór upplýsinga um
verð og viðskiftakjör á ýmsum stöðum, að því er bún-
aðaráhöld snertir. Yeitti Bfi. ísl. mér styrk nokkurn til
þessarar ferðar. Skal nú hér lauslegai dra^ið á það
helzta, sem eg kyntist á ferðinni og vnðisi> ástæða til
að taka fram.
Það hefir oft verið kvartað yfir þvi, að örðugt væri
að fá útlend akverkfæri, sem ekki væru of þung fyrir
vora hesta, og hefir það haft við talsverð rök að styð-
jast, en ástæðulaust er að kvarta um það nú orðið, því
engin vandhæfi eru lengur á því, að fá flest slík verkfæri
nógu létt. Allmikil breyting er nú á seinni árum orðin
í þá átt, að gjöra verkfærin léttari.
Verksmiðjurnar leggja meira og rneira kapp á, að
búa til létt áhöid, til þess að geta betur fuilnægt þörfum
smábænda og húsmanna, og jafnvel á stærri býlum með
nægu hestahaldi eru nú nrörg störf unnin með miklu
léttari verkfærum en áður, og útbreiðsla léttdrægra verk-
færa fer því vaxandi. Að verkfærin séu létt í drætti er
mikill kostur sérstaklega fyrir oss, vegna þess, að hestar
vorir eru smávaxnir og illa aldir, en varhugavert er samt
sem áður að biuda sig um of við léttleikann. Siðan
meira var farið að nota iéttari verkfæri, hafa verksmið-
1*