Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 10
6
BÚNAÐARRIT.
jarðveginn, án þess að snúa honum við. Það varð fyrst
eftir að veltifjölin var fundin upp, að hlutverk hans
varð svo fullkomið, sem það nú er. Sá sem fyrstur
fann upp veltifjölina var skoskur úrsmiður, James Small
að nafni, og það var fyrst árið 1763.
Ætlunarverk plógsins er það, að skera hæfllega
breiðan og þykkan streng af jarðveginum og snúa hon-
um við og leggja hann frá sór með meiri eða minni
halla.
Aðalpartar plógsins, sem framkvæma þetta starf, eru:
hnífur, skeri og veltifjöl. Hnífurinn ristir fyrir (lóð-
rétta skurðinn), en skerinn ristir undir.
Því þynnri og beittari sem hnífurinn er, því lóttari
er plógurinn í drætti, og við tilraunir hefir það komið í
ljós, að hafi bakkaþyktin á hnífnum verið aukin frá
V«"—3U", hefir dráttarþungi plógsins aukist um 60°/o. Af
þessu sést, að það er mjög áríðandi, að hnífurinn sé hæfi-
lega þykkur og bíti vel. Hannþarf að vera búinn til úr góðu
stáli og vera vel hertur. Á sumum plógum er enginn
hnifur, en fremri brún landhliðar er hvöss og kemur í
staðinn fyrir hnifinn. Þetta þyngir plóginn í drætti, og
örðugra er að stilla hann, því með þvi, hvernig hnífur-
inn er stiltur, má hafa áhrif á gang plógsins.
1 staðinn fyrir hnífinn er á sumum plógum hjól úr
stálþynnu, skarpeggjað. Snýst það um leið og plógurinn
dregst áfi am, og ristir fyrir. Er þetta að ýmsu leyti betra
en vanalegir hnífar, en þó ekki heppilegt við þúfna-
plægingu.
Þá er enn á nokkrum plógum, einkum nýrri arner-
íslcum, stuttur íhvolfur aukahnífur, svokallaður svarð-
hnífur. Er hann ekki ósvipaður veltifjöl í lögun, og er
hann ætlaður til þess, að skera upp og snúa við rönd
af grassverðinum utan við fyrirristuna. Legst þá þessi
afskorna rönd undir aðalplógstrenginn. Þetta er mjög
hagkvæmt, ef plægja á niður hafrahá eða annað slíkt —
byrgist betur — sömuleiðis við plægingu á sléttu graslenai,