Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 43
BÚNAÐARRIT.
39
Búin eru hér viðast smá, og þola ekki stór útgjöld.
Veldur því hjá mörgum getuleysi meir en viljaskottur,
að lítið er að gert að afla sér verkfæra, þar sem þau þó
gætu komið að fullum notum. Það heflr því í þessu
efni eigi litla þýðingu hvernig keypt er, og eina leiðin
til að ná góðum kaupum er hér sem annarsstaðar fé-
lagsskapurinn.
Það virðist liggja beinast við, að einmitt Búnaðar-
samböndin taki þetta að sér. í þeim landsfjórðungum,
sem verulegur og traustur kaupfélagsskapur er kominn
á fót, geta Búnaðarsamböndin falið kaupfélögunum þessi
kaup, ef það þykir betur við eiga.
Verið getur að sumum virðist, að varla sé að
gera ráð fyrir miklum akverkfærakaupum, vegna þess
að skilyrðin fyrir notkun þeirra sé óvíða fyrir hendi.
Það er að vísu satt, að svo er um snmt af þeim, eink-
um heyskapar-áhöldin. En hvað er í vegi fyrir notkun
plógs og herfis? Ekki annað en skammsýni og mis-
skilningur, sem nú fer óðum þverrandi. Þau sveitabýli
munu vera fá, sem hægt er að segja um með réttu,
að plógurinn eigi þangað ekkert erindi. Hið sanna er,
að plógurinn þarf alstaðar að koma, og hér eftir ætti
evginn íslemkur sveitapiltur að alast upp án þess, að
læra að fara með plóg. Þá yrði þess ekki langt að bíða,
að það takmark næðist, sem nást þarf: að bændum
verði jafn-tamt, að fara út að plægja, eins og að taka
orfið sitt og ganga til sláttar.
Heyskaparáhöldin heimta slótt land. Túnin verða
þvi að eins fijótt siétt og vel slétt, að plógur og herfi
m. fl. sé notað, svo hér styður hvað annað, og vonin
um góð not, t. d. sláttuvéla á túnum, ætti að vera
sterk hvöt til þess, að starfa meira að sléttum, og það
er hægt að gera miklu meira að slóttum fyrir sömu
fjárhæð með því, að nota plóg og herfl.
Samkvæmt Landshagsskýrslum fyrir 1905 telst svo
til, að enn þá þurfi 90 ár til þess, að alslétta túnin á