Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 48
44
BÚNAÐARRIT.
grastegundum nefna : túnvingul (festuca rubra) og vall-
arsveifgras (poa praiensis). Meðal ríkjandi tegunda
má ennfremur telja: smára (trifolium repens), sóley
(ranunculus acer), fífiltegundir (taraxacum sp.), vallarsúru
(rumex Acetosa), skarifífil (leontodon audumnalis). Allar
þessar tegundir til samans einkenna gróður túnanna.
Af tegundum, sem vaxa á víð og dreif, má nefna af
grastegundum: varpasveifgras (poa annua), hásveifgras
(poa trivialis), knjáliðagras (alopecurus geniculatics). Aðrar
tegundir á víð og dreif hirði eg ekki að nefna, enda munu
þær all-flestar þykja lóttar á metunum sem fóðurjurtir.
Yíðast hvar er alleinkennilegur gróður kringum sjálfa
bæina. Þar eru: njóii (rumex domesticus), knjáliðagras, skrið-
sóley (ranunculus repens), artt (stellaria media), varpasveif-
gras, oddvari (polygonum aviculare) o. fl. ríkjandi tegundir.
Gróður túnanna er yfirleitt fjölbreyttur, eins og
eðlilegt er um óbrotna jörð með æfa-gamalli grasrót.
Mýrlendi. Eins og kunnugt er, má skifta mýr-
lendinu hér á landi í tvo aðalflokka, mýri og flóa.
Þó eru takmörkin þar á milli óglögg. Eg ritaði um þetta
efni áður í Búnaðarritinu (sjá Gróðrar- og jarðvegsrann-
sóknir 1905, Búnaðarrit 20. ár, 146 — 148 bls.) og læt
mér því nægja að vísa til þess.
Mýrarnar eru venjulega þýfðar. Gróður þeirra
er því talsvert fjöibreyttur. Sjálfan mýragróðurinn er þá
að finna í lægðunum, en í þúfunum er þá annars konar
gróður, oft og tíðum ýmsar þurlendistegundir. Plöntu-
félög mýranna eru yfirleitt mjög breytileg, því að mýra-
jörðin breytist mjög mikið, og þá breytist gróðurinn með.
Til dæmis má taka, að grunn vötn breytast með timan-
um og verða að flóa; flóinn breytist svo með tímanum
og verður að mýri, og mýrin breytist líka, er árin líða,
og verður að lokum, að minsta kosti mjög viða, að gras-
lendi. Mikið af mýrlendi hér á landi er á þessum breyt-
ingarstigum; gróðurinn er því oft fjölbreyttur og rugl-
ingslegur, sumar tegundirnar eru að deyja út eða breyt-