Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 259
BÚNAÐARRIT.
255
Þá er sölt.un á kjötinu í miklu ólagi hjá oss.
Undanfarandi ár heflr kjötið verið alt of mikið saltað,
og það höfum vér vitað sjálflr, en ekki gert við því.
Eg heyrði umtal um það heima, að það kjöt, sem sent
væri til útlanda, væri ekki mannamatur, það væri hart
af salti, eins og spýta, og óæti. Er nú von til þess, að
fengist hafi hátt verð fyrir þess konar kjöt, sem vór
getum ekki borðað sjálfir? Kjötið hefir þó verið saltað
af oss heima og keypt í útlöndum til manneldis; og
það sem vér getum ekki borðað sjálfir, eigum og meg-
um vér íslendingar ekki bjóða öðrum bjóðum.
Á undanfarandi haustum frá 1906—8 hefir komið
breyting á söltunina, og skal eg síðar minnast lítils-
háttar á það. Gæta skal þess, að tunnur, sem kjötið
er saltað í, sé pækiiheldar og hreinar. Þegar ekki er
saltað í nýjar tunnur, þarf að þvo tunnurnar vandlega
innan, því sé iykt eða óhreinindi í tunnu, sem sálta
skal í, skemmist kjötið. Jafnskjótt og búið er að setja
botninn í tunnuna, skal láta pækil á kjötið. Styrkleiki
þess pækils þarf að vera frá 18—25°, eftir því sem
kjötið á og þarf að liggja lengi.
Þegar kjötið er lagt niður í tunnur, á að nudda
það vel upp úr salti, og helzt þyrfti að spýta saltpækli
inn í bógstykki og læri. Gæta ber þess einnig, að salta
ekki of lítið; saltið dregur vatnið úr kjötinu, en vatnið
blandast í pækilinn, og við það verður hann daufari en
þegar henn er settur á kjötið. Oflítil söltun getur valdið
skemd á kjöti á örstuttum tima, sem sjá má af skýrslu
Vigfúsar Guttormssonar slátrunarstjóra í 3. hefti Bún-
aðarritsins 1908, bls. 218.
Vér getum varla búist við, að innspýting í kjöt
verði höfð, því fáir hafa það verk lært. Áhaldið, sem
til þess er ætiað, er ódýrt, en það er mikið verk, og
ekki svo afar-áríðandi, sé kjötið vel kalt og ailur annar
frágangur vel af hendi leystur. Eg hefi nú lítillega
minst á helztu galla, sem hingað til hafa verið á slátr-