Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 165
BÚNAÐARRIT.
161
Ósk þá, er fram var borin á áminstum fundi um
að lögum yrði komið á þetta mál með því, að heimild
þyrfti til þess, að taka upp nýtt fjármark, og að aðeins
eitt vald í landinu gæti veitt þessa heimild, ásamt vís-
bendingu um, að það væri eðlilegast að stjórnarráðið færi
með þetta vald, höfum vér yfirvegað og hyggjum að
hana mætti framkvæma með þeim hætti, er nú skal greina:
Stjórnarráðið annast samning og útgáfu markaskráa
fyrir iandið.
Til þess að taka upp nýtt fjármark þarf samþykki
stjórnarráðsins. Nú er neitað um umbeðið mark, og skal
þá umsækjanda jafnframt bent á mark, er hann eigi
kost á að fá, ef hann innan ákveðins tíma sendir beiðni
um það. Nú er manni ieyft að taka upp nýtt. mark, og
skal það þá birt í Lögbirtingablaðinu.
Viðauka við markaskrár landsins skal gefa út, þegar
þurfa þykir, svo og endurskoðaða útgáfu af þeim.
Þegar markaskrár fyrir land alt hafa öðlast gildi,
skal þeim mönnum, er eiga sammerkt við aðra, gert að
skyldu, að taka upp nýtt fjármark, er þeir flytja sig
búferlum.
Þessi leið eða önnur í líka átt er þó að nefndar-
innar áliti ekki sem ákjósanlegust; óttast fyrir að þessi
aðferð kunni að valda talsverðum óþægindum, með því
að skrifstofuleiðin reynist oft torsótt og seinfarin.
Nefndin fellir sig aftur á móti betur við þá leiðina
til þess að komast hjá sammerkingum, að taka upp sýslu-
og hreppamörk, eins og oft hefir verið stungið upp á,
þótt ekki hafi komist í framkvæmd.
Má gera þetta þannig, að sýslunni sé helgað féð með
yfirmarki á öðru eyra og hreppnum með undirbenjum
á sama eyra, en hreppsbúar marki sér féð á hinu eyr-
ánu, eða þá með þeim hætti, að sýslan eigi yfirmarkið
á öðru eyra og hreppurinn yfirmarkið á hinu eyranu,
ei1 hreppsbúar undirbenjar allar.
Síðaii aðferðina teljum vér miður heppilega oghöf-
11