Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 119
BÚNAÐARRIT.
115
fjárhagstímabili 1 eða2slíkar stöðvar nýjar. Ekki förum vér
samt fram á sérstaka hækkun tillagsins til búnaðarféiags-
ins til þessa. Getum þess að eins til að benda á eitt dæmi
þess, að kröfurnar fara vaxandi og að ekki sýnist fært
að láta styrkauka þann, er fjórðungabúnaðarfélögin þurfa,
ganga út yfir aðra stafliði á gjaldlið 6., einkum þar sem
nú eru í undirbúningi allstór vatnsveitufyrirtæki (í Land-
eyjum eitt með kostnaðaráætlun um 5000 kr.), sem fé-
lagið þarf að styðja að nokkru. Og til þess að ekki
þyrfti að draga mikið frá þessum stafliðum, viidum vér
mega stinga upp á 2000 kr. aukning tillagsins til bún-
aðarfélagsins hvort árið með tilliti til þessa gjaldliðar.
Vér mintumst áður á búnaðarnámsskeiðið við Þjórs-
árbrú í vetur sem leið, að það var vel notað og að vér
teldum þörf á, að haldaþví áfram. Beiðnir hafa oss borist
um fleiri slík námsskeið næsta vetur, en vér búumst ekki
við að geta sint þeim nema að litlu leyti, vegna þess að
fé vantar til þess. Löggjafarvaldið hefir viðurkent gagnið af
slíkum námsskeiðum með því að ákveða, að þau skuli
haldin á bændaskólunum. En æskilegt væri, að fleiri en
þeir, sem i nánd eru við bændaskólana, gætu sótt
þau. Teljum vér æskilegt, að tvö slík námsskeið yrði
haldin á hverjum vetri. Gerum vér ráo fyrir, að þau
mundu hvort um sig kosta nál. 500 kr. um fram það,
að ráðunautar féiagsins kendu þar án sérstakrar borg-
unar eftir því sem við yrði komið. Af því að núgild-
andi fjárhagsáætlun félagsins ætlar ekkert fé sérstaklega
til þessara námsskeiða, og þau verða þetta ár og hið
næsta haldin að eins með því, að draga frá öðrum gjaid-
iiðum, þyrfti félagið í þessu skyni að fá 1000 kr. til-
lagshækkun hvort árið. Æskilegt væri og, að tekið væri
aftur upp það nýmæli, er eitt sinn var rætt á alþingi, að
veita sýslunefndum fé nokkurt til að láta haldafræðandi
fyrirlestra í sveitum, til að gera fólki vistilegra þar. Ætti
þá slikir fyrirlestrar, ef til kæmi, að vera haldnir í sam-
bandi við búnaðarnámsskeið þessi.
8