Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 267
BÚNAÐARRIT.
263
Venjulega fást 26—33 grömm af votu kvoðuefni úr
100 grömmum af hveitimjöli. Það má líka ná kvoðu-
efninu með því, að þvo deigið í smágerðu hársáldi.
Kvoðuefnið úr hveiti á að vera gulleitt og svo seigt, að
hægt sé að draga út úr því all-langa þræði. Ef stutt
er í kvoðuefninu, eða það reunur í sundur, er slæmt að
baka úr mjölinu. Margar mjöltegundir eru svo gerðar,
að erfitt er að ná kvoðuefninu úr þeim, þannig er t. d.
rúgmjöl. Við þær mjöltegundir má nota aðra aðferð.
Maður tekur einhverja vissa þyngd af mjöli, t. d. eitt
pund, og býr til úr þvi deig með að eins svo miklu
vatni, að nægi til að hægt sé að hnoða, án þess þó
að það loði verulega við hendurnar. Bví meira vatn
sem þarf til þess að búa til gott deig úr mjölinu, því
meira er af kvoðuefni í því, og því betra er það til bökunar.
100 þyngdarhlutar af rúgmjöli þurfa, ef vel á að vera,
sem næst 50 þyngdarhluta af vatni. Það getur verið
erfitt að ákveða, hvort mjöi er blandað öðrum mjöl-
tegundum, og verður það að jafnaði ekki séð með vissu
nema með ítarlegri smásjárrannsókn, sem ekki er nema
á fárra manna færi. Ein algengasta blöndunin á rúg-
mjöli er að blanda það með löku hveitimjöli, til þess
að gera það fallegra að útiiti, og er einkum erfitt að sjá,
hvað mikið kveður að blönduninni, því sterkjukornin,
sem mjöltegundirnar annars þekkjast í sundur á, eru
svo lík í þessum tveimur mjöltegundum. Takast má
það þó, en það verður ekki gert nema á rannsóknastof-
um. Hægra er að finna, ef byggmjöli er blandað saman
við rúgmjöl, sem stundum kemur fyrir, þótt það sé
mjög óheppilegt, því byggmjöl bakast illa. Stundum er
ýmsum annarlegum efnum blandað saman við mjölið,
og eru það þá venjulega einhver mjög ódýr efni, alveg
gagnslaus eða jafnvel skaðleg. Má þar til nefna t. d.
gips, þungspat, kalk, krít o. fl. En þótt hægt sé að
finna flest slík efni, ef hæfilegur útbúnaður er fyrir hendi,