Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 28
24
BÚNAÐARRIT.
þetta reynist einmitt betur viðeigandi en venjulega
gerðin, þegar um það er að ræða, að gera vélina sem
nærslægasta. Hefði það að líkindum komið enn betur i
ijós, ef tennurnar hefðu verið þéttari.
Þá skal þess getið til skýringar um þær Mc. Cormick
og Deering, að þeirri fyrri áttu að fylgja 2 greiður með
þunnum tönnum, sín með hvorri gerð; en önnur þeirra
kom aldrei til skila, hafði misfarist á einhvern hátt í
flutningnum. Líklegt að eú vél hefði reynst betur með
þeirri greiðu. Um þá síðari skal þess getið, að fyrir
klaufaskap sendanda kom 2 hesta vél til prófunarinnar
í staðinn fyrir 1 hests. Gerði eg sendanda viðvart með
símskeyti og sendi hann þá 1 hests vél, en að eins með
venjulegri greiðu. Yarð því að reyna 2 hesta vélina — og
varð það reyndar eigi að sök, þar sem hin reyndist svo
létt í drætti. Þessa fanst mér rótt að geta hér vegna
þess, að vélarnar voru sendar fyrir mína milligöngu; og
skal eg svo hverfa aftur að aðalefninu.
Eins og dómnefndin tekur fram, er tæplega að búast
við, að unt sé að gera sláttuvélar nærslægari en þessar
reyndust, sem prófaðar voru í sumar, eða varla svo að
neinu verulegu muni, enda virðist eigi veruleg ástæða til
umkvörtunar yfir slætti þeirra.
Að gera tennurnar þynnri en Ví þuml., getur ekki
verið um að tala. Það eina, sem um getur verið að ræða
til að gera þessar vélar nærslægari, er að breyta drag-
skónum, svo að þeim megi hleypa það upp, að tenn-
urnar taki neðar en þeir. Yið það ganga tennurnar betur
niður í rótina; en búast má við að það þyngi dráttinn.
Að negla blöðin ofan á bakkann, í stað þess að þau
venjulega eru negld neðan á hann, gerir það að verkum,
að blöðin liggja fastar að tönnunum, ogvið það að gróp-
inu er slept, verða tennurnar jafnþykkar undir öllu blað-
inu. Þarf því eigi að beita þeim eins mikið á odd eins
og misþykkum tönnum. Er þeim þá siður hætt við að
rekast í hnúska, þó greiðan sé látin liggja nærri. Ann-