Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 253
BÚNAÐARRIT.
249
Öll áhöld úr pjátri, svo sem flutningafötur og abrar
fötur, síl (,,sigti“) og skilvindu, á að hreinsa á þann
hátt, að skola þau, undir eins og búið er að nota þau,
úr heitu vatni, bera síðan á þau kalkblöndu og þvo þau
svo eftir 10—15 mínútur úr tvennum vötnum heitum
(sódavatni stundum) með mjúkum bursta, og skola þau
loks úr sjóðandi vatni. Svo eru öll ílátin, bæði pjátur-
ílát og tréílát, látin þar sem súgur er, og helzt þar sem
sól skín á þau, einkum pjáturílátin. Tréílátin verður
að lóta inn undir eins og þau eru orðin þur, svo að
þau gisni ekki. Pjáturílátin eiga að vera úti þangað til
á að nota þau næst, ef hægt er að hafa þau þar sem
rignir ekki á þau og þau rykast ekki. Flutningaföturnar
verður að iáta á grindur eða eitthvað þess konar á
hvolfi, svo að vatnið geti runnið úr þeim.
Kalk má ekki vanta á neinu heimili, sem er í
rjómabúi. Rjómabúið ætti að kaupa eina tunnu af ó-
slöktu kalki og skifta því milli félagsmanna, því ekkert
er til eins gott og kalk tii þess, að hreinsa miólkur-
áhöld. Það eyðir öllum sýrum, drepur gerla og gerir
alt hreint og hvitleitt, einkum tréílát, skilvinduherbergi
og fjós.
Það hefir úr ýmsum áttum verið skorað á mig, að
finna að flutningafötunum, þegar eg er á rjómabúunum.
Og eg hefi gert það eftir föngum. Margir hugsa ekki
út í það, eða vita það ekki, hve illa það fer með rjóm-
ann, að hafa ryðugar fötur undir hann. Ef fatan er
ryðug, hvort sem það er mikið eða lítið, verður óbragð
að rjómanum, áþekt tólgarbragði. Það kemur til af því,
að járnið gengur í samband við rjómann eða sýruna í
honum. Tilraunir hafa verið gerðar með þetta og fóru
þær svo, að smjörið úr rjóma, sem geymdur hafði verið
í ryðugri fötu, var með viðbjóðslegu tólgarbragði, eins og
af gamalli tólg, og bar eftir því meira á því, sem minna
hafði verið af rjóma í fötunni, þvi að rjóminn gutlast
þá meira innan um fötuna á leiðinni til rjómabúsins,