Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 188
184
BÚNAÐARRIT.
þjóðin hefir oft reJdð sig á þetta sher áður, og alt af
gleymt því strax aftur. Og hitt ættu líka allir að vita,
að betra væri að reyna eitthvað, til að koma í veg fyrir
það, að þjóðin fengi enn þá einu sinni þessa sorglegu
reynslu. —
Þeir, sem hafa haft þolinmæði til að lesa þennan
pistil hingað, munu ef til vill spyrja: Hvað vilt þú
láta gera, til að koma í veg fyrir horfellinn framvegis?
Þú vilt máske láta menn stofna heyforðabúr ?
Eg skal fúslega játa, að eg treysti mér ekki til, að
koma með önnur ráð en þau, sem aðrir sjá, eða hafa
áður séð. Eg hef raunar hugsað allmikið um þetta mál
núna í rúm 20 ár, og ávait komist að sömu niðurstöðu,
að eina ráðið sé fóðurforðabúr, korn eða hey eða
hvorttveggja, í sambamli við rækilegar heyja- og
gripaskoð.inir, og strangar reglur uin lieysölu.
Það hefir verið ritað nokkuð um heyfovðabúr, og
alimikið ræt-t um það mál, en lítið orðið af framkvæmd-
um. Inn á alþing komst þetta mál einu sinni, en fékk
þar lítinn byr.
Það fyrirkomulag á fóðurforðabúrum, sem mér flnst
vera fyrirhafnarminst og tiltækilegast, er þetta:
1. Sveitarstjórnin í hverri sveit semur á sumrin við
þá bændur í sveitinni einn eða fleiri, sem gefa kost
á, að hafa til á næsta vori einhvern ákveðinn forða
af góðu heyi handa þeim bændum, sem kynnu að
verða heyþurfar í sveitinni, gegn þvi,
að forðabúrsbændurnir fái borgun út i hönd fyrir
heyið, ef á því þarf að halda, í peningum eða
öðru, sem þeir taka gilda borgun,
að verð heysins sé fyrirfra.m ákveðið, og svo hátt,
að það sé í minsta lagi tvöfalt hærra, en menn
telja hæfilegt verð á heyinu að sumarlagi,
að forðabúrsbóndi eigi heyið sjálfur, ef ekki þarf á
því að halda,
að hann fái ákveðna þóknun fyrir geymsluna, sem