Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 120
116
BÚNAÐARRIT.
Samkvæmt þessu leyfum vér oss að leggja það til,
að tillagið til búnaðarfélagsins 1910 og 1911 verði
hækkað um 3000 kr. hvort árið frá því sem er eftir
núgildandi fjárlögum og verði 54000 kr. á ári.
En áður en vér skiljumst við þetta mál, vildum
vér mega vekja máls á tvennu öðru, þótt ekki snerti
það fjárveitingar til búnaðarfélagsins.
Það heflr oft komið til tals, að stofna í sveitum
forðah'ir til skepnufóðurs. Var það mál flutt með á-
huga á alþingi 1887 og 1889, en fékk ekki framgang,
að því er vér hyggjum einkum af þeim tveim ástæð-
um, að ákvæðin um forðabúrin voru sett í samband
við ákvæði um heyásetning, sem þóttu varhugaverð, og
að aðallega voru höfð í huga 7/er/-forðabúr, sem mjög
mikil vandkvæði mundi á að stofna og halda við.
En þótt svo færi að því sinni, teljum vér það illa farið,
ef það mál félli niður með öllu. Hætta sú, sem forða-
búrin áttu að koma í veg fyrir, er enn til, voflr yflr
hve nær sem harður vetur kemur og hart vor. Mjög
mundi það draga úr þeirri hættu, ef menn ættu kost á,
þegar þörf er, að geta fengið nærri sér korn til skepnu-
fóðurs. í nágrenni við verzlunarstaði þá, sem eru við
íslausai hafnir, þarf nú, eftir að hraðskeytasamband er
komið á, sjálfsagt ekki á neinum sérstakiegum ráðstöf-
unum að halda til þess. En öðru máli er að gegna um
þau héruð, þar sem is getur tept allar hafnir langt
fram á sumar, og þær sveitir, sem langt eiga til
verzlunarstaða. Þar sýnist vera hin mesta þörf á,
að til sé kornforðabúr. Sveitir þær, er nærri eru
verzlunarstöðum, gætu átt forðabúr sín í kaupstaðnum,
og mundi þar að líkindum viða mega koma þeim fyrir
á þann einfalda hátt, að sveitir semdu við kaupmann
eða kaupfélag, að hafa jafnan til taks, þegar á vetur
líður og fram á vor, ákveðinn kornforða, til að láta úti
eftir ávísun sveitarstjórnar. En í sveitum þeim, er eiga
langa eða erflða leið til kaupstaða, þyrftu forðabúr að