Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 207
»
BÚNABARRIT. 203
að fá. I fyrra skiftið, sem ]>eir væru ruddir, mundi
falla nálægt 20000 hestklyfjar, og í síðara skiftið að
minsta kosti 10000. Vegna þess að vinnukraftinn
vantar, og svo af því, að ógerningur væri að selja svo
mikinn við í einu, verður að láta sér nægja, að skifta
þeim í 10 parta og ryðja svo J/io part á hverju ári, og
mun veitast full-örðugt, að framkvæma það.
Þessi skortur á vinnukrafti veldur miklum erfið-
leikum, sem ilt verður að yfirstíga; en það mun þó
ekki veitast eins örðugt að ytirstíga þá, enn sem komið
er, eins og áhugaleysið og skilningsleysið á þessu máli.
Því verður fyrst að ryðja úr vegi. Það er mín reynsla,
að áhuginn á málinu úti um land sé ákaflega lítiil, og
það hjá þeim, sem mest ríður á, sem sé skógareigend-
unum. Mestur hluti þeirra er ófús á, að gangast undir
nókkrar kvaðir til almenningsheilla. Rg sé því ekki
fram á annað, en að áhuginn á skógræktarmálinu verði
fyrst að vakna í kaupstöðunum og breiðast þaðan út
um landið. Kaupstaðarbúarnir ættu að hefja almenn
mótmæli gegn því, að helzta hjálpar-skilyrði og skraut
Islands leggist algert í auðn, rými sessinn fyrir mel og
grjótauðnum.
Eg sagði áðan, að þeir fuiisprottnu skógar, sem enn
eru til, stæðu langt að baki þeim skógum, sem áður
hafa verið hér, og ræð eg það af því, sem eg hefi séð í
Banmörku. Þar standa sem sé enn þá beykiskógar frá
þeim tíma, er fénaðurinn fékk að leika lausum hala í
skógunum og í kringum þá þúsundum saman — frá því
fyrir 1805. Þessir skógar eru nú meira en 100 ára
gamlir, og lita þeir mjög aumlega út í samanburði við
yngri skógana, sem vaxið hafa upp eftir friðunina 1805
af plöntum, sem eigi hafa verið bitnar. Gömlu skóg-
arnir hr.fa alveg sömu einkenni og Hallormstaðarskógur.
Af sömu rót vaxa 3—7 greinar; þær eru hér um bil
eitt fet að þvermáli og að eins 40—50 fet á hæð.
Stofnar hinna yngri beykiskóga í Ðanmörku, sem vaxið