Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 187
BÚNAÐARRIT.
183
löndum og lánstraust landsmanna sé á þrotum. Lands-
menn skuldi bönkunum óguilega og barikarnir skuldi að
sama skapi erlendis. Og á endanum sé landssjóður kom-
inn í skuldir. Hann heflr þó til skamms tíma lurr.að á
skildingum. En nú segja menn, að einnig hann sé meira en
þurausinn. Og þetta alt er sagt nú, eftir að nokkur góð ár
í röð hafa gengið yflr landið, og alls enginn harður vetur
komið um mörg ár. Menn segja nú að framleiðslan verði
ekki aukin svo, að dugi til að komast upp úr skuldafeninu,
og mun það satt vera. Menn segja því að ekki dugi
annaö en að spara. Mér þykir það einnig sennilegt.
Og sjálfsagt mætti margt spara, án þess að gera sér
nokkurn baga. Auðvitað má deila um sparnaðinn eins
og annað. En til er sú tegund sparnaðar, sem eg held
að öllum ætti að geta komið saman um að væri nyt-
samleg. Og það er að spara sér horfellinn, eða rétt-
ara sagt að spara sér það tjón, sem af horfellinum leið-
ir, með því að hœtta alveg við horfellinn.
Eg vil nú biðja menn að setja sér fyrir sjónir,
hvernig ástandið mundi verða hjá oss, ef vér fengjum
nú braðum einn seiglu-vetur, sem ynni upp öll heyin,
fengjum svo á eftir grasleysis eða óþurlca sumar, og síð-
an veruleqa Jiarðan vetur, með Jiafþókum af ís, sem loJt-
aði öllu Vestur-, Norður- og Austurlandi, frá Látra-
röst að vestan til ReyJcjanessJcaga að sunnan, frá nýjári
og langt fram á sumar.
Þetta hefir komið fyrir áður, og það getur komið
fyrir enn. Ef þetta kæmi fyrir, yrði auðvitað fónaðar-
fellir um alt iand, með sama ásetningslagi og vér höfum
viðhaft núna um allmörg ár að undaníörnu. Hvað tæk-
jum vér þá til bragðs? Mundi þá ekki verða dauflegt um
að litast fyrst á eftir? En mundi þjóðin læra nokkuð
af þeirri reynslu ? Mundi hún þá á eftir muna betur
eftir því, en vér munum nú, að vér búum norður á Is•
landi en ekJci suður á Sjálandi eða Englandi?
Eg vil engu um það spá, en hitt vita allir, að