Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 102
98
BÚNAÐARRIT.
áii og hinum næstu þurfa að vei-ja miklu fé til styrktar
samgirðingum, þar sem nú eru í undirbúningi á nokkur-
um stöðum, eða þegar byrjaðar, samgirðingar margra
bæja um tún og engjar. Á þessu ári, 1908, hefirfélagið
heitið 625 kr. styrk til einnar slíkrar girðingar, rúmra
3 milna langrar, í Glæsibæjarhreppi, lengstu girðingar á
landinu. Önnur er í undirbúningi í Fijótshlíð, 2'A míla.
Eftir ákvörðun búnaðarþings er í ráði að koma upp
2 aukagróðrarstöðvum, annari austanfjalls, en hinni i
Borgarfirði, ef héruðin vilja styrkja til þess. Búnaðarfé-
lagið vill leggja ti) hvorrar þeirrar 350 kr. þetta ár
og 100 kr. næsta ár. Ekki er enn kunnugt um undir-
tektir sýslunefndanna, sem ritað hefir verið um þetta.
Til kynbóta var varið kr. 7749,54. Þar af til 14
hreppasýninga samtals 1270 kr. og til einnar héraðs-
sýningar (við Þjórsárbrú, í sambandi við konungskom-
komuna) 725 kr. Sauðfjárkynbótabú 5 voru styrkt með
200 kr. hvert: Fjárræktarfélag Suður-Þingeyinga og búin
á Breiðabólsstað í Borgarfirði, Nautabúi í Skagafirði, Tindi
í Strandasýslu og Hreiðarsstöðum á Fljótsdalshéraði. Tvö
þau síðasttöldu eru ný. Eitt hefir lagst niður, á Fjalli
á Skeiðum, vegna bráðapestar í fénu þar. Til styrks
nautgriparæktarfélaganna 15 var varið 2790 kr., til
hrossakynbóta 1450 kr., þar af fékk hrossakynbótabú
Skagafjarðarsýsiu 500 kr., hrossaræktarfjelög Húnvetn-
inga 300 kr., Austur-Landeyinga 300 kr. og Fljótsdals-
héraðs 200 kr. Reynhverfingar fengu 150 kr, styrk til
girðingar fyrir kynbótahross. Hallgrímur Þorbergsson á
Einarsstöðum fékk 150 kr. styrk til ferðar um Þing-
eyjarsýslu og Fljótsdalshórað, til að kynna sér kyn og
lífsskilyrði sauðfjár. Skýrsla hans kemur í Búnaðarrit-
inu. Sá styrkur var ekki greiddur fyr en reikningi var
lokið og kemur því ekki fyr en í næsta reikningi. Til
námsskeíðs fyrir eftirlitsmenn nauigriparæktarfólaga var
varið kr. 409,92. Það námsskeið hefir til þessa verið
haldið að áliðnum vetri, en næst verður það frá 1. nó-