Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 16
12
BÚNAÐAKRIT.
það, að land þetta geti komist sem fyi-st i rækt; en
tíminn er hér seinn að vinna, biðin þykir löng; en með
þeim herfum,sem hér hafa verið algengust, erlítiðhægt
að vinna á grasrótinni. Um þetta má segja, að úr vöndu
sé að ráða; þau herfi, sem til slíkra starfa eru bezt, eru
flest dýr, og ofvaxin flestum að kaupa, þegar að eins er
um tiltölulega litla notkun að ræða. Þessi herfi eru hin
svo nefndu diskaherfi,. Þau eru þannig gerð, að hvass-
eggjaðar, íhvolfar stálskífur, líkt og diskar i lögun, eru
festar á ás eins og hjól, með jöfnu millibili. Þegar herfið
er dregið, snýst ásinn með diskunum, og skera þeir þá
sundur hnausa og grasrótartægjur mjög vel. Venjulega er
ásinn með diskunum í 2 hlutum, og má breyta eftir
vild stefnu þeirra, ýmist láta þá vera í beinni stefnu
hvorn útaf öðrum, eða láta þá báða beygjast fram á
við og mynda stærra eða minna horn milli sín. Þegar
ásarnir liggja hvor útaf öðrum, gengur herfið dýpra og
sker betur sundur; því meira sem þeim er stefnt frarn
á við, því grynnra gengur herfið, en rótar þá jafnframt
í yfirborðinu, og er einkar hentugt að beita því þannig
eftir að áður hefir verið farið yfir reitinn með þvi með
beinum ásurn. Þessi herfi taka öllum öðrum fram að
vinna nýplægju og seigan jarðveg. Venjulega eru herfi
þessi með 10—12 diskum, 5—6 á hverjum áshelming.
Eru þau þá þung í drætti, en vinna líka því betur sem
þau eru þyngri. Af þessari stærð kosta þau venjulega i
innkaupi 110—130 kr. Þó má fá þau minni, með 8 og
jafnvel 6 diskum. Þessi síðasttöldu hef eg þó að eins
orðið var við á einum stað, hjá Kullberg & Co., Katrine-
holm, og kosta þau í innkaupi 70 kr. Tók eg 1 slikt
herfi með mér til reynslu og hef eg nú reynt það hór
með mjög góðum árangri. Það er létt í drætti fyrir 2
hesta og vinnur vel, sérstaklega ef eitthvað er á það
iátið til að þyngja. Eru til þess gerðir kassar á herfinu
uppyfir ásunum. Auðvitað vinna þessi litlu herfi ekki
eins fljótt og þau stærri, en verðmunurinn er mikill, og