Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 251
BÚNAÐARRIT.
247
inu. En það getur gert búinu illar búsifjar, ef meira
verður af vatni í smjörinu en 16°/o. Þegar búið er að
skilja, er undanrenning eða vatn iátið renna gegn um
skilvinduna, til að ná úr henni hverjum dropa af rjóma.
Undir eins og búið er að skilja, verður að kæla
rjómann svo fljótt sem hægt er. Hægast og bezt er
að gera það á þann hátt, að láta flutningafötuna með
rjómanum í hanga niður í brunn, nákvæmlega svo, að
fatan hangi niður í vatnið, en fljóti ekki í því. Þá fer
hún það langt niður, að vatnið utan um hana verður
hærra en rjóminn í henni. Þar sem ekki er brunnur
má nota þvottastamp (,,bala“), ef hann er látinn standa
í forsælu og skift er um vatn fyrst eftir l/‘> stund og
síðan eftir 2—3 stundir.
Þess þarf að gæta meðan kælt er, að lokið á flutn-
ingafötunni sé hálft niðri í opinu, en ekki meira, til
þess að hreint loft komist að rjómanum, gufan af hon-
um komist út, en engin óhreinindi né rigningarvatn
geti komist niður í fötuna. Ef lokið er sett svo langt
niður sem það kemst, verður annaðhvort væmið bragð
eða remmubragð að rjómanum. Eins fer ef volgum
rjóma er helt saman við kældan rjóma, lokið svo iátið
á og rjóminn sendur að svo búnu.
Rjóminn á að renna úr skilvindunni í flutninga-
fötuna eða í aðra fötu tinaða — en ekki zínkfötu, því
þá geta myndast eitruð efni — eða gleraða fötu, en
aldrei í tréfötu.
Þegar búið er að skilja, á að fara að þvo mjölkur-
áhöldin. Þvotturinn er fyrsta og æðsta boðorðið í mjólkur-
meðferðinni, og því ríður á, að hann fari vel úr hendi.
Það er hann, sem oftast verður misbrestur á og margir
skeyta minst um.
Fyrst eru þá mjaltaföturnar. Þær eru oftast úr
tré, og því ríður enn meira en ella á því, að þær sé
vel þvegnar. Tinaðar járnfötur ætti alt af nota, því
Þær eru bæði sterkar og auðþvegnar. En í hamingju-