Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 34
. 30 BÚNAÐARRIT.
með hverri vél, þar sem nota á vélina bæði á ttín og
engjar.
Rakstrarvélar. Hlutverk rakstrarvélanna er, að
raka heyinu saman í stóra mtíga og snyrtilega; en ekki
geta þær komið að notum, nema landið sé slétt. —
Til þess að þær vinni fult gagn, títheimtist að þær
raki vel, taki mikið, sóu léttar í drætti og fljóttæmdar.
Enn fremur þarf að hafa stóran teig fyrir í einu. Að
sntíast með rakstrarvél á smáblettum, er ekki tilvinnandi.
— Útlendar rakstrarvélar hafa allar þann gaila, að án
breytinga eru þær Jítt hæfar til notkunar hér á iandi,
nema ef vera skyldi á vel grasgefnu starengi. Tindarnir
eru of gisnir (minst 2 þuml. miflibii), svo smátt hey
smýgur á milli tindanna og verður eftir. Ef heyið er
blautt, lyfta tindarnir því ekki vel, og er þá hætt við,
að það þvælist á tinda oddana, og að þeir lyftist upp á
heyið og skilji eftir á þann hátt. Rar sem leirbleyta er
í rót eða forarkeldur, óhreinkast heyið meira með shk-
um vélum en venjulegum rakstri. Helzta notkunin á
venjulegum rakstrarvélum hér væri því stí, að raka
saman þurheyi tír flekkjum, en óviða mun vera svo
mikið verkeíni fyrir höndum á einum stað, að vélin fái
nægilegt að gera. Rakstrarvélarnar geta ekki heidur
eins og sláttuvélarnar verið sameign fleiri manna, nema
þá í örfáum tilfellum; notkun þeirra meira timabundin.
Til þess að gera algengar rakstr&rvólar nothæfar
hér, þarf að fá þeim breytt all-mikið, gera tindana þótt-
ari og áfesting þeirra á hrífuhausinn öðru vísi en al-
ment gerist. Beygjan á tindunum þarf að vera með
vissu lagi; hrífuhausinn stillanlegur eftir hæð hestsins
o. fl., og skal hér ekki frekar tít í það farið.
Á ferð minni i vetur reyndi eg að fá erlendar
verksmiðjur til þess, að gera slikar breytingar, og voru
þær flestar, er eg reyndi við, all-óftísar til þess. Var því
við borið, sem satt var, að slikar vélar yrðu hvergi
seldar nema hór. Breytingin kostaði svo mikið, en óviss