Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 182
178
BÚNAÐARRIT.
Það kemur vaila svo góður vetur, að ekki verði
einhvers staðar á landinu meiri eða minni vanhöld — er
menn kalla svo — vegna fóðurskorts, meiri eða minni
horfellir. Og það þylcir ehlci tiltöJcumál.
Það eru nú ekki liðin nema rúm 20 ár síðan
hungurdauði stóð hér fyrir dyrum, og landsmenn sáu
ekki önnur úrræði til að bjarga lífinu, en að leita ölm-
usugjafa hjá öðrum þjóðum og flýja landið þúsundum
saman — alt Jyrir þetta eina, að menn gleyma því alla-
jafna, og of alment, að mögru Jcýrnar Jcoma á eftir Jiin-
um feitu, eins á Islandi cg á Egyptalandi.
í seinustu harðindunum, 1882—-’87, voru þó til
stöku bændur, jafnvel stöku hreppar, sem voru hvergi
varbúnir og stóðust harðindin. Og þetta bendir til þess,
að aðrir Jiefðu átt að qeta gert Jiið sama, ef þeir hefðu
haft það jafn hugfast, að harðindin geta skollið á, þegar
minst varir. Einn hreppur í Húnavatnssýslu stóð þá jafn-
réttur eftir harðindin. Helzti maðurinn í þeim hreppi
sagði á fundi þeim, sem skifti hallærissamskotunum frá
Englandi á milli hreppa sýslunnar: „Við í . . . hreppi
þurfum nú auðvitað engar hallærisgjafir, því það varð
enginn fellir hjá okkur, en við þiggjum þær samt, þigg-
jum þær sem Jieiðurslaun fyrir það, hve vel við vorum
búnir undir harðindin".
Einn bóndi í Mýrasýslu bjargaði mörgum hreppum
vorið 1882. Svo var hann undirkominn af heyjum.
Ávalt hafa verið til stöku menn, sem hafa búið sig
undir það í góðu árunum, að hörðu árin kunna að koma
eins og þjófur á nóttu. En „enginn má við margnum".
Þessir heyjabændur hafa ávalt verið helzt til fáir
móts við hina, sem „ekki gættu þess að afla heyjanna"
— eða ekki gæt.tu þess, að setja vel á og búast við
harðindum á góðu árunum.
Venjan hefir jafnan verið sú hjá öllum þorra bænda,
að setja á öll þau hey, sem til eru á haustin, bæði
forn og ný, og venjulega ekki nema fyrir meðal vetri.