Búnaðarrit - 01.01.1909, Blaðsíða 46
42
BÚNAÐARRIT.
A. Nokkuv helztu plöntufélögin.
Margs konar félagsskapur á sór stað í jurtaríkinu.
Félagsskapurinn er háður lífsskilyrðunum, þannig að
þær tegundir vaxa saman, er lífsskilyrði staðarins hæfa
nokkurn veginn. Raklendisgróðurinn er t. a. m. sam-
settur af öðrum tegundum en valllendisgróðurinn. —
Plöntufólögin eru auðvitað samsett af mörgum einstak-
lingum, eins og öll önnur félög, en einstaklingarnir eru
ekki sömu tegundar. Ættum vér t. a. m. að bera
saman plöntufélag og þjóðfélagið, þá mun sú raun verða
á, að tegundamunur einstaklinganna í plöntufólaginu
svarar til dugnaðarmunar einstaklinganna í þjóðfélaginu.
í plöntufélögum er oft ein tegund eða fáar tegundir
yflrgnæfandi, og aðrar tegundir, oft margar að tölu, á
víð og dreif innan um. Yér komumst svo að orði, að
þær tegundir séu ríkjandi, sem mest er af. Þær eru
og duglegastar, þ. e. a. s. lífsskilyrðin á staðnum hæfa
þeim bezt. „Fámennu" tegundirnar standa venjulegast
að einhverju leyti lakar að vígi, og oft og tíðum eru
þær leifar af miklum hóp, sem er að deyja út á staðn-
um, sökum óheppilegra kjara og semkepni; en stundum
eru þær forverðir nýrra innflytjenda, og bera þá vott
um, að kjörin á staðnum séu að verða óheppileg fyrir
hinar ríkjandi tegundir. Það er og alkunnugt, að gróð-
urinn er ekki stöðugur og óumbreytanlegur. Lífsskil-
yrðin breytast. einkum þau, sem falin eru í ástandi
jarðvegsins. Gróðurinn breytist um leið, og hvert plöntu-
íélagið kemur eftir annað. Aðal-atriði jarðræktarinnar
er því að láta nytjajurtirnar eiga við sem bezt kjör að
búa og sjá um, að kjörin haldist óbreytt, að svo miklu
leyti sem menskum mætti er auðið. Það er mjög
nauðsynlegt fyrir jarðræktarmenn, að þekkja nákvæmlega
nytjajurtafélögin, sem þeir eru að hlúa að. Einkum er
það nauðsynlegt fyrir bændur hér á íslandi, þar sem öll,
eða svo að segja öll, ræktuð jörð er óbrotin. Fóðurgildi
töðunnar er að mestu komið undir því, hvernig plöntu-